Heilsueflandi stofnanir og félagasamtök

Mýrdalshreppur vinnur náið með heilsueflandi stofnunum og félagasamtökum. Vellíðan og velsæld allra íbúa er mikilvæg til að skapa gott samfélag. Samvinna og samstarf milli lykilaðila, stofnanir og félagasamtök er grunnur að því að ná forvarnalegum árangri í Mýrdalshrepp. Stýrihópurinn er í virku samstarfi við félagasamtök og stofnanir til að viðhalda, leiðbeina og bæta heilsu fólks.

 

Heilsueflandi stofnanir og félagasamtök:

  • Grunnskólinn Víkurskóli
  • Leikskólinn Mánaland
  • Ungmennafélagið Katla
  • Félagsmiðstöðin Oz
  • Félag eldri borgara í Mýrdalshrepp, Samherji