Félagsmiðstöðin Oz

Félagsmiðstöðin Oz er fyrir 5. – 7. bekk og unglingastig, 8.-10. bekk, og gegnir mikilvægu hlutverki í forvarna- og tómstundastarfi sveitarfélagsins.

Félagsmiðstöðin er staðsett á efri hæð Leikskála í Vík í Mýrdal. Unglingastig er í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar annarsstaðar á landinu svo sem félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og Samfés. Öll ungmenni eru hvött til að mæta í Oz og hitta vini og kunningja.

Opnunartímar fylgja starfsári grunnskólans í Vík og var lögð áhersla á að fylgja akstri skólabílsins til að tryggja jöfn tækifæri barna að sækja félagsmiðstöðina.

Opnunartími er:

Mánudaga og miðvikudaga frá 19:00-21:00 og annan hvern föstudag frá 20:00-22:00 fyrir 8.-10.bekk.

10 - 12 ára starf er á miðvikudögum frá 17:00-18:00

Forstöðumaður: Adam Szymielewicz

sími: 774-5469

Yfirmaður hans er Æskulýðs- og tómstundafulltrúi

Facebook síða: https://www.facebook.com/felagsmidstodOZ

Instagram síða: https://www.instagram.com/felagsmidstodin_oz/

Nýlega var gerð stefnumótun í Félagsmiðstöðinni Oz: Hér er pdf skjal af henni