Enskumælandi ráð - English Speaking Council

17. fundur 27. mars 2024 kl. 09:00 - 10:55 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Tomasz Chocholowicz Formaður
  • Lara Ólafsson
  • Marcin Miskowiec
  • Deirdre Ana Stack Marques
  • Kristína Hajniková
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri / Mayor
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra - Mayor's report

2209026

Sveitarstjóri kynnti helstu verkefni síðasta mánaðar og svaraði spurningum. - The mayor presented the main projects of the last month and answered questions.

2.Inngildarstefna - Inclusion policy

2401009

Nichole Leigh Mosty kom á fundinn og flutti kynningu um gerð inngildingarstefnu. Ráðið þakkar Nichole fyrir kynninguna. Sveitarstjóri mun undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun fyrir verkefnið. Lagt var til að skipaður yrði starfshópur til að starfa með Nichole að verkefninu. - Nichole Leigh Mosty came to the meeting and gave a presentation on the creation of an inclusion policy. The council thanks Nichole for the presentation. The mayor will prepare an annex to the municipal budget for the project. It was suggested that a working group be appointed to work with Nichole on the project.
Samþykkt var að skipa starfshóp sem verður ábyrgur fyrir stefnumótuninni. Tilnefningar í hópinn verða teknar fyrir á næsta fundi. Samþykkt var að Lara myndi fara með formennsku í hópnum og Kristina varaformennsku. - It was agreed to appoint a working group that will be responsible for the policy. Nominations to the group will be considered at the next meeting. It was agreed that Lara would chair the group and Kristina as vice-chair.

3.Skipulag funda og starfsáætlun - Meeting and work plan

2403011

Rætt var um málefni sem ráðið tekur til umfjöllunar og eftirfylgni með ákvörðunum sem eru teknar í ráðinu. Fundarmenn voru sammála um að gera ætti starfsáætlun fyrir tímabilið eftir sumarleyfi. Formanni falið að kalla eftir hugmyndum og undirbúa áætlun sem verður tekin fyrir á næsta fundi. - Issues discussed by the council and follow-up on decisions made by the council were discussed. The participants agreed that a work plan should be made for the period after summer vacation. The chairman is instructed to call for ideas and prepare a plan that will be discussed at the next meeting.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir