Sveitarstjórn

629. fundur 17. febrúar 2022 kl. 16:00 - 17:30 Fjarfundi
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 300

2202001F

  • Skipulagsnefnd - 300 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulagsnefnd - 300 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps að teknu tilliti til ofangreindra umsagna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.3 2109007 ASK BR Túna-hverfi
    Skipulagsnefnd - 300 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps að teknu tilliti til ofangreindra umsagna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.4 2003007 DSK - Þórisholt
    Skipulagsnefnd - 300 Skipulagsnefnd samþykkir deiliksipulagið að teknu tilliti til ofangreindra umsagna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.5 2011004 DSK - Túna-hverfi
    Skipulagsnefnd - 300 Skipulagsnefnd hefur farið yfir allar athugasemdir sem bárust og leitað álits sérfræðinga. Í kjölfarið hefur skipulagsnefnd ákveðið að koma til móts við athugasemdir með því að breyta skilmálum lóðarinnar að Hátúni 27, sbr. eftirfarandi: Mænishæð fer úr 7 m í 4,5 m, hámarks byggingamagn minnkar úr 272,1 m2 í 170 m2, lágmarks byggingamagn minnkar úr 200 m2 í 150 m2, úr tveggja hæða húsi í hús einna hæð. Öllum athugasemdum hefur verið svarað og eru í fylgigögnum fundargerðar. Öllum aðilum sem gerðu athugasemdir verða send svör skipulagsnefndar.

    Viðbótarskilmálar koma inn í kaflana Almennir skilmálar og Hönnun og uppdrættir í greinargerð deiliskipulags fyrir Túnahverfi varðandi fjölda svefnherbergja miðað við húsagerð og stærð íbúðar.

    Á hverjum tíma er lögð áhersla á að nýta fjárfestingar sveitarfélagsins sem best með þéttingu byggðar, í þeim tilgangi er m.a. lögð áhersla á að nýta fullgerða gatnagerð eins og kostur er.


    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 300 Skipulagsnefnd fagnar áformum um eflingu atvinnulífs í Mýrdalshreppi. Skipulagsnefnd tekur undir nauðsyn þess að fjölga bílastæðum á lóðinni. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að framkvæma grenndarkynningu þar sem ekki er deiliskiplag á lóðinni. Bókun fundar ÞRÚ víkur af fundi.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
    ÞRÚ kemur aftur inn á fundinn.


  • Skipulagsnefnd - 300 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fundargerð Fjallskilanefndar eystri

2202002

Fundargerð lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.BCPizza ehf. Austurvegi 16, rekstrarleyfi

2202011

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá BCPizza ehf að Austurvegi 16 í Vík, fasteignanúmer 2361456, rýmisnúmer:010101.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

4.Samningur um meðferð villikatta í Mýrdalshreppi

2201028

Lagður er fram til staðfestingar samningur við Villiketti félagasamtök. Markmið samnings þessa er að hlúa að villi- og vergangsköttum í landi bæjarfélagsins og sporna við fjölgun þeirra á mannúðlegan hátt og uppfylla skyldur sem á sveitarfélaginu hvíla skv. ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Sveitarstjórn staðfestir ssamninginn. IMB situr hjá.
Fylgiskjöl:

5.Breytingar á barnaverdarlögum

2202009

Breytingar á barnaverndarlögum fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Breytingarnar taka gildi þann 28. maí 2022.
Í lögunum er kveðið á um að baki hvers hvers umdæmisráðs og barnaverndarþjónustu skulu vera a.m.k. 6000 íbúar. Sveitarfélög víða á landinu hafa hafið samtal um samstarf um þessi verkefni.
Sveitarstjóra í samvinnu við félagsmálastjóra falið að halda áfram samtali um samstarf varðandi umdæmisráð og barnaverndarþjónustu og koma með tillögu til sveitarstjórnar þegar þær liggja fyrir.

6.Beiðni um lausn frá störfum í kjörstjórn

2202010

Ásmundur B. Sæmundsson formaður kjörstjórnar Mýrdalshrepps óskar eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir beiðnina og þakkar Ásmundi fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Jafnframt óskar sveitarstjórn honum allra heilla.
Skipun nýs fulltrúa í kjörstjórn frestað til næsta fundar.

7.Húsnæðissjálfseignarstofnun

2201029

Lagt er til að Mýrdalshreppur verði stofnfélagi í fyrirhugaðri húsnæðissjálfseignarstofnun fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins. Stofnfé er 100.000 kr. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

8.Umferðamerki í Vík

2107011

Tekið til seinni umræðu lækkun á umferðarhraða í þéttbýlinu í Vík og breytingar á umferðarmerkingum, að fenginni umsögn lögreglustjórans á Suðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í Stjórnartíðindum.

9.Trúnaðarmál-barnaverd-Umboð vegna stefnu.

2202012

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

10.Viðverustefna Mýrdalshrepps

2106011

Lögð er fram til staðfestingar endurskoðuð viðverustefna Mýrdalshrepps.
Samþykkt samhljóða

11.Fundargerð Hollvinasjóðs Hjalltúns

2110019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerði 905. og 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.Fundargerðir 57. og 58. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

14.Fundargerð 578. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

2202005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Kynning frá Bjargi íbúðafélagi

16.Stafrænt Suðurland

2202013

Stöðuskýrsla fyrir stafrænt Suðurland lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir