Sveitarstjórn

664. fundur 08. maí 2024 kl. 10:00 - 11:07 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2023

2404015

Ársreikningur Mýrdalshrepps fyrir árið 2023 tekinn til fyrri umræðu.

Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi KPMG og Kolbrún Magga Matthíasdóttir skrifstofustjóru sátu fundinn undir þessum lið.
Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna á drögum að ársreikning 2023 og samþykkir samhljóða að vísa honum til síðari umræðu.

2.Króktún 10 (234449) - umsókn um lóð

2405000

Lögð fram umsókn um lóðina Króktún 10 frá Daníel Ólíver Sveinssyni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina.

3.Endurskoðun samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps

2404017

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps tekin til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða við síðari umræðu endurskoðaða samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps og felur sveitarstjóra að senda þær innviðaráðuneytinu til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 11:07.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir