Menntastefna Mýrdalshrepps 2023-2028

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps staðfesti í febrúar 2023 tillögu fjölskyldu-, frístunda- og menningarráðs (FFMR) um að ganga til samninga við Ásgarð skólaráðgjöf um endurskoðun menntastefnu Mýrdalshrepps frá árinu 2010. Fjölskylduráð skipaði stýrihóp til að vinna að endurskoðun menntastefnunnar. Í stýrihópnum voru Þorgerður Hlín Gísladóttir, formaður FFMR, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, varaformaður FFMR, Björn Þór Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar, Elín Einarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla, Bergný Ösp Sigurðardóttir, leikskólastjóri Mánalands, Kristín Ómarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Harpa Elín Haraldsdóttir, fulltrúi foreldra, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi frá Ásgarði. Hópurinn átti gott samstarf og samráð við starfsfólk, nemendur, foreldra, forráðafólk og aðra íbúa.

Menntastefna Mýrdalshrepps byggir á opinberri menntastefnu Íslands 2020-2030, mati á menntastefnu sveitarfélagsins frá 2010 og þeim hugmyndum samfélagsins sem birtust í samráðsferlinu. Menntastefna Mýrdalshrepps skal vera leiðarvísir stjórnsýslu sveitarfélagsins, stjórnenda og starfsfólks skóla og annarra sem koma að uppeldi og menntun barna í Mýrdalshreppi. Hún er einnig ætluð öllum öðrum íbúum sveitarfélagsins.

Menntastefnuna má nálgast hér: Menntastefna Mýrdalshrepps 2023-2028

Innleiðingaráætlun má nálgast hér: Innleiðingaráætlun menntastefnu Mýrdalshrepps 2023-2028