Skólaþjónusta

Skólaþjónustanhefur það verkefni að efla skólana, bæði leik- og grunnskóla sem faglegar stofnanir til að geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp komaí skólastarfi og veitir starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Skólaþjónustan veitir þjónustu í samræmi við áherslu sem fram koma í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga. 

Þar kemur fram að stuðningur við starfsfólk felst m.a. í því að veita ráðgjöf vegna kennslu og umönnunar nemenda og ráðgjöf vegna náms nemenda með sérþarfir. Stuðningur við starfsfólk felst einnig í ráðgjöf vegna starfshátta skóla, nýbreytni- og þróunarstarfa og starfsumhverfis. 

Foreldrar nemenda í leik- og grunnskóla geta óskað eftir athugun, greiningu og ráðgjöf fyrir börn sín. Auk þess geta skólastjórnendur, kennarar náms- og starfsráðgjafar, eða eftir atvikum annað starfsfólk skólans eða skólaheilsugæslu, lagt fram ósk um slíka sérfræðiaðstoð í samráði við og með samþykki foreldra. Beina skal beiðnum til skólastjóra. 

Mýrdalshreppur er aðili að byggðasamlagi um skóla- og félagsþjónustu, Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu. Að byggðasamlaginu standa auk Mýrdalshrepps, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhreppur. Stjórn byggðasamlagsins er skipuð fimm fulltrúum; einum frá hverju aðildarsveitarfélagi og fimm til vara. 

Nánari upplýsingar má finna á www.felagsogskolamal.is

Starfsmenn skólaþjónustu:

Svava Davíðsdóttir
Framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu
 
Halldóra Guðlaug Helgadóttir
Teymisstjóri skólaþjónustu
 
Laufey Ósk Christensen
Kennsluráðgjafi
 
Bergrún Ísleifsdóttir
Kennsluráðgjafi
 
Sigríður Arndís Þórðardóttir
Talmeinafræðingur
 
Dagný Ósk Bjargardóttir
Ritari

 

Sálfræðiteymi

Sálfræðingar

skolamal@skolamal.is