Árið 2022 var farið af stað með tillögu að nýrri líkamsrækt þar sem núverandi aðstaða er barns síns tíma. Hönnun á nýrri líkamsrækt er á lokastigi og áætlað er að hafin verði bygging á nýrri líkamsræktarstöð sumarið 2024. Staðsetning nýrra líkamsræktar er þar sem nú stendur færanleg kennslustofa vestan við sundlaugina.
Líkamsræktarstöðin verður 702,8 m² á tveimur hæð og þar af er tækjasalur 164,1 m² með framúrskarandi náttúruútsýni yfir Víkurdranga, Víkurfjöru og Reynisfjall. Gert er ráð fyrir að um 120 manns geti verið í byggingunni á álagstímum. Búningsklefar verða kynjaskiptir með sturtuaðstöðu, salernisaðstöðu og 60 skápum. Hægt verður að bjóða upp á hóptíma í glæsilegum hópsal (73,2 m² ) en einnig er gert ráð fyrir 113,4 m² teygju- og upphitunarsal á efri hæð.
Teikningar af líkamsræktinni má sjá með því að smella hér: Ný líkamsrækt - Teikningar
Hönnarteymi fyrir nýja líkamsrækt skipuðu: