Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps var stofnað haustið 2022 í von um að geta aukið áhrif nýbúa í samfélaginu og fjölga tækifærum þeirra til að taka þátt í nefndarstörfum og stefnumótun sveitarfélagsins. Meðlimir ráðsins voru skipaðir af sveitarstjórn og var horft sérstaklega til þess að meðlimir hefðu sem fjölbreyttastan bakgrunn til að endurspegla mannflóruna í sveitarfélaginu.
Þetta tilraunaverkefni hefur gengið vonum framar og hefur ráðið verið starfsfólki og nefndum sveitarfélagsins innan handar og veitt ráðgjöf og innsýn inn í hagsmunamál nýbúa á svæðinu sem annars hefðu ekki fengist. Ráðið hefur einnig verið ötult við að kynna þjónustu sveitarfélagsins fyrir nýbúum og koma með ábendingar hvar sveitarfélagið gæti komið betur til móts við einstaklinga af erlendum uppruna.
Ráðið fundar einu sinni í mánuði.
Fundargerðir enskumælandi ráðs má nálgast HÉR
Fulltrúar:
Varafulltrúar: