Syngjandi er svæði fyrir neðan túnið í Norður-Vík, ekki langt frá gömlu rafstöðinni í Víkurgili. Á Syngjandi hefurverið byggt upp útikennslusvæði fyrir grunn- og leikskólabörn. Staðurinn er umkringdur trjám sem mynda skjól. Það er einstaklega fallegt leik- og náttúrusvæði sem nýtist nemendum í leik og starfi og hefur notið mikillar vinsældar. Svæðið er sérstaklega hannað með það í huga að þar geti farið fram útkennsla fyrir börn.
Á svæðinu er garðhús, bekkir og eldstæði þar sem nemendur geta setið við varðeld, grillað pylsur, bakað brauð, poppað eða grillað sykurpúða. Á Syngjanda er líka frisbí golfvöllur. Náttúran ræður þarna ríkjum og hefur sterka tengingu við gamla þjóðsögu.
Myndir: Kristín Ómarsdóttir og Þórir Kjartansson