Mikilvægt er að skapa aðstæður fyrir fólk í samfélaginu sem auðveldar því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og þekkingu um mikilvægi þess. Forvarnir eru aðgerðir sem beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Mýrdalshreppur er í samstarfi við Embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag.
Í október 2022 samþykkti sveitarstjórn Mýrdalshrepps forvarna- og viðbragðsáætlun vegna EKKO (einelti, kyndbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, ofbeldi). Markmið forvarnar- og viðbragðsáætlun er að tryggja að úrræði séu til staðar og stuðla að forvörnum og verkferlum.
Forvarna- og viðbragðsáætlun Mýrdalshrepps vegna EKKO
Mýrdalshreppur stefnir á markvissa fræðslu og forvarnir. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi heldur utan um skipulagningu og framkvæmd forvarnastarfs í samræmi við fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð og stýrihóp heilsueflandi samfélags.