Íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöð er staðsett í sama húsi og sundlaug. Íþróttasalurinn er hugsaður fyrir skipulagða íþróttakennslu á vegum sveitarfélagsins eða öðrum félagasamtökum s.s. Ungmennafélaginu Katla, Jaðaríþróttarfélaginu Víkursport og öðrum einstaklingum sem hafa áhuga á að halda heilsueflandi námskeið. Íþróttasalurinn er með körfuboltakörfur, knattspyrnumörk, handboltamörk, dýnum og klifurvegg. Aðstaðan er góð og býður upp á fjölbreytta möguleika.

Íþróttasalurinn er leigður út fyrir boltaíþróttir eða annað. Leiga á íþróttasalnum fyrir 1 klst er 4000kr.

Það þarf að gera skrifa undir leigusamning ef íþróttasalur er leigður út reglulega eða óskað er eftir föstum tímum. 

 
  • Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar er: Sunna Wiium
  • Íþróttamiðstöðin í Vík
  • Mánabraut 3, 870 Vík í Mýrdal
  • vefpóstur: tomstund@vik.is
  • Sími: 487-1174

Dagskrá fyrir íþróttasal vorönn 2025