Fræðslusvið
Leikskóli
VISTUNARGJÖLD við leikskólann eru greidd miðað við fjölda tíma sem óskað er eftir vistun fyrir barn í hverri viku
Grunngjald fyrir 20 tíma vistun á viku eru: 11.800 kr. á mánuði
Gjaldið fer stighækkandi þar sem tímagjaldið hækkar sem nemur:
- 10% eftir 24 tíma vistun
- 12,5% eftir 28 tíma vistun
- 15% eftir 32 tíma vistun
Fjöldi tíma á viku |
Vistunargjald |
20 |
11.800 kr |
21 |
12.390kr |
22 |
12.980 kr |
23 |
13.570 kr |
24 |
14.160 kr |
25 |
16.225 kr |
26 |
16.874 kr |
27 |
17.523 kr |
28 |
18.172 kr |
29 |
21.199 kr |
30 |
21.930 kr |
31 |
22.661 kr |
32 |
23.392 kr |
33 |
27.720 kr |
34 |
28.560 kr |
35 |
29.400 kr |
36 |
30.240 kr |
Gjöld á skráningardögum verða 840 kr. fyrir hverja klukkustund sem óskað er eftir vistun fyrir barn.
Gjald fyrir aukatíma ef barn er ekki sótt á réttum tíma er kr. 1.680
FÆÐISGJÖLD
Frá og með skólaárinu 2024-2025 verða ekki innheimt gjöld fyrir hádegismat í leikskóla sveitarfélagsins, í samræmi við breytingar sem verða í Víkurskóla.
Morgunhressing kr. 1.800
Ávaxtahressing kr. 1.450
Síðdegishressing kr. 1.800
Hádegismatur kr. 0
BLEIUGJALD
Fyrir 36 tíma vistun á viku greiðast 3.080 kr. á mánuði. Gjaldið hlutfallast annars af fjölda tíma sem barn er í vistun.
AFSLÆTTIR
50% Afsláttur einstæðra foreldra af vistunargjöldum
50% Systkinaafsláttur af öðru barni
90% Systkinaafsláttur af þriðja barni
15% Ef annað foreldri er í lánshæfu námi eða er öryrki
30% Ef báðir foreldrar eru í lánshæfu námi eða eru öryrkar
Breyting á gjaldi vegna sambúðar eða sambúðarslita, upphafs eða loka náms eða örorku kemur til framkvæmda 1. næsta mánaðar. Foreldrum er skylt að tilkynna leikskólastjóra breytingar á högum sínum sem geta leitt til breytinga á gjöldum.
Að öðru leyti en hér er rakið vísast til reglna um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi
Reglur um heimagreiðslur í Mýrdalshreppi:
1. gr.
Mýrdalshreppur samþykkir að greiða sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna þar til barn fær boð um leikskólavist. Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 9 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri.
2. gr.
Barn og forráðamenn þess skulu hafa lögheimili og búsetu í Mýrdalshreppi.
3. gr.
Sækja skal um heimagreiðslur á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins www.vik.is eða á hreppsskrifstofunni og skal skilað þangað. Umsókn er aldrei afturvirk.
4. gr.
Heimagreiðslur eru veittar frá næstu mánaðarmótum eftir að umsókn er móttekin ef barnið hefur náð aldri til úthlutunar og það hefur ekki fengið pláss á leiksóla Mýrdalshrepps. Umsókn skal berast á skrifstofu Mýrdalshrepps eigi síðar en 21. þess mánaðar sem sótt er um greiðslur fyrir.
5. gr.
Heimagreiðslur eru kr. 97.000 á mánuði með hverju barni. Greiðslur þessar skulu endurskoðaðar árlega. Heimagreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári þ.e. að ekki eru greiddar heimgreiðslur samhliða sumarlokun leikskóla.
6. gr.
Heimagreiðslur eru greiddar eftir á og miðast við að greitt sé út síðasta virka dag mánaðar.
7. gr.
Heimagreiðslur falla niður ef foreldrar fá boð um leikskólavistun í leikskóla Mýrdalshrepps, hvort sem leikskólavist er þegin eða henni hafnað.
8. gr.
Umsóknir um heimagreiðslur skal endurnýja árlega. 2
9. gr.
Foreldrar sem skulda eldri gjöld hjá Mýrdalshreppi fá ekki greiddar út samþykktar heimagreiðslur fyrr en skuldin er að fullu greidd.
10. gr.
Verði um ofgreiðslur að ræða á heimagreiðslum áskilur Mýrdalshreppur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu. Sé ofgreiðsla á grundvelli rangra upplýsinga, eða umsækjandi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum, sem hafa áhrif á rétt til heimagreiðslna er heimilt að leggja dráttarvexti á upphæð endurkröfunnar. Reglur þessar voru samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 19. október 2023 og taka gildi frá þeim degi.
Gjaldskrá leikskóla skólaárið 2025-2026
Grunnskóli
VISTUNARGJÖLD
Full vistun: 7.605 kr.
Gjald fyrir afmarkaðan daga fjölda í dægradvöl:
Dagar á viku pr. mánuð |
1 |
2 |
3 |
4 |
Gjald, kr. |
1.520 |
3.040 |
4.560 |
6.080 |
Gjald fyrir síðdegishressingu fullt gjald: 2.575 kr.
Gjald fyrir afmarkaðan daga fjölda í síðdegishressingu:
Dagar á viku pr. mánuð |
1 |
2 |
3 |
4 |
Gjald, kr. |
505 |
1.010 |
1.515 |
2.020 |
Hádegisverður og ávaxtabiti, hver máltíð, samtals: gjaldfrjálsar.
Morgunhressing, hver máltíð: gjaldfrjálsar.
Boðið er upp á dægradvöl alla virka daga á skólaárinu að loknum skóladegi. Einnig er opið á foreldradögum og tvo af fimm starfsdögum. Skrá þarf sérstaklega í vistun þá daga sem ekki er kennsla og þarf skráning að berast 2 virkum dögum fyrir tilsettan dag. Kostnaður fyrir þá daga eru krónur 1.670 kr.
Ef foreldrar/forráðamenn barna í Dægradvöl eru jafnframt með barn í leikskóla í Mýrdalshrepp, er veittur 25% afsláttur af mánaðargjaldi. Ef foreldrar/forráðamenn eiga tvö börn í Dægradvöl er veittur 50% afsláttur af mánaðargjaldi fyrir annað barnið. Ef tvö börn eru í Dægradvöl auk barns í leikskóla er veittur 25% afsláttur fyrir annað barnið í og 50% afsláttur fyrir hitt barnið í Dægradvöl.
Dægradvöl. Alltaf er greitt fullt gjald fyrir síðdegishressingu.
Samþykkt í sveitarstjórn 19. október 2023
Gjaldskrá Víkurskóla skólaárið 2025-2026
Tónskóli
Hljóðfæranám og tónsmíðanám barna
Grunnám fullt nám, árgjald 87.900
Söngnám barna
Grunnám fullt nám, árgjald 113.900
Hljóðfæranám og tónsmíðanám fullorðinna
Grunnám fullt nám, árgjald 113.900
Söngnám fullorðinna
Grunnám fullt nám, árgjald 153.900
Hljóðfæraleiga 10.900
Systkinaafsláttur 2. barn 25%
Systkinaafsláttur 3. barn 50%
Kórnám barna* 17.900
Kórnám fullorðinna 55.500
Syngjandi fjölskylda (7 vikna námskeið) 18.500
*Börn sem skráð eru í nám við tónskólann þurfa ekki að greiða aukalega fyrir barnakór
Stjórnsýslusvið
Útsvarshlutfall: Útsvarshlutfall verður á árinu 2025, 14.74%
Fasteignaskattur: Er álagður samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum.
- Allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
- 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
- Allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.. Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu í a) og c) lið um allt að 25%.
Sveitarstjórn samþykkir að álögð fasteignagjöld í Mýrdalshreppi 2025 verði með eftirfarandi hætti.
Fasteignaskattur: A-flokkur 0,33 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur 1,65 % af fasteignamati húss og lóðar
Sveitarstjórn samþykkir álagningu eftirfarandi gjalda sem innheimt verða með fasteignaskatti.
- Holræsagjald: 0,20 % af fasteignamati húss og lóðar
- Rotþróargjald: kr. 12.155-
- Lóðarleiga: 1,5 % af lóðarmati lóðar
- Vatnsgjald: kr. 55.000-
Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar verður innheimtur fasteignaskattur skv. c lið af öllu húsnæði sem nýtt er í tengslum við ferðaþjónustu, en tekið tillit til laga um heimagistingu verði sýnt fram á að húsnæðið sé ekki leigt nema í 90 daga á ári eða tekjur af útleigu fari ekki yfir 2 milljónir.
Afsláttur af fasteignaskatti
Elli- og örorkulífeyrisþegum, er búa í eigin húsnæði, er veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi samkvæmt sérstakri reglugerð sem sveitarstjórn hefur samþykkt. Eigendur húsa þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og/eða mannúðarstörf, geta sótt um styrki til sveitarstjórnar til greiðslu fasteignaskatts. Sveitarstjórn hefur sett reglur um veitingu slíkra styrkja.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega í Mýrdalshreppi.
1. gr.
Reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega er vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Mýrdalshreppi. Niðurfellingin er tekjutengd og tekur einungis til fasteignaskatts.
2. gr.
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir heildartekjur árið 2024.
Einstaklingar |
Hjón/sambýlisfólk |
Tekjur |
Afsláttur |
Tekjur |
Afsláttur |
- |
7.690.101 |
100% |
- |
10.767.581 |
100% |
7.690.102 |
8.409.475 |
75% |
10.767.582 |
11.486.954 |
75% |
8.409.416 |
9.128.848 |
50% |
11.486.955 |
12.206.327 |
50% |
Þessar fjárhæðir miðast við árstekjur (heildartekjur) 2024, sbr. álagningu skattstjóra og gilda fyrir lækkun fasteignaskatts 2025. Fjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni.
3. gr.
Við fráfall maka eða sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á eftirlifandi maki rétt á afslætti samkvæmt 2. gr.
4. gr.
Útreikningur á afslætti fer fram vélrænt í álagningarkerfi Þjóðskrár íslands með tengingu við skrár Ríkisskattstjóra.
5. gr.
Aðilar sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr. fá rétt til lækkunar fasteignaskatts frá og með því ári sem þeir ná 67 ára aldri.
Örorkulífeyrisþegar yngri en 67 ára, sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr., skulu leggja fram gild örorkukort sem Tryggingarstofnun ríkisins gefur út sé þess óskað. Réttur til lækkunar fellur niður ef kortið rennur út.
6. gr.
Telji fasteignaeigendur sig eiga rétt á afslætti m.v. þessar reglur og hafi tekjur þeirra lækkað milli viðmiðunar árs og álagningarárs geta þeir óskað eftir endurreikningi miðað við tekjur ársins 2024 samkvæmt staðfestu skattframtali þegar það liggur fyrir.
7. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.
Sorphreinsun og sorpförgun 2025
1. gr.
Sveitarstjórn skal innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
Sorphirða fer fram samkvæmt dagatali sorphirðu ár hvert.
2. gr.
Sorpgjald einstaklingar:
Gjaldið miðast við stærð og tegund íláta og fjölda tæminga. Húsráðendum s.s. húseigendum og öðrum umráðamönnum húsnæðis er skylt að nota þær aðferðir og þau ílát við geymslu og meðferð úrgangs sem sveitarstjórn ákveður hverju sinni.
3. gr.
Á hverja íbúð, lögbýli og íbúðarhús greiðist sorphirðugjald sem ræðst af stærð og fjölda íláta.
VAL UM ÍLÁT MEÐ MISMIKLU RÚMMÁLI |
VERÐ Á ÁRI |
VERÐ Á MÁNUÐI |
Blandaður úrgangur |
120 L |
30.366 |
2.530 |
240 L |
49.000 |
4.083 |
660 L |
117.500 |
9.791 |
Plast |
240 L |
14.925 |
1.243 |
660 L |
44.777 |
3.731 |
Pappír og pappi |
240 L |
9.264 |
772 |
660 L |
27.792 |
2.316 |
Lífrænt
|
120 L |
34.483 |
2.873 |
Fyrir árið 2024 greiðist fyrir á hverja íbúð, lögbýli og íbúðarhús 75.000 kr. vegna tafa sem urðu á dreifingu íláta.
Fyrir sumarhús og frístundahús greiðist sorpgjald að upphæð 36.027 kr. sem tryggir aðgang að klippikorti á gámasvæði sveitarfélagsins í Vík og sorpílátum í grennd við sumarhúsabyggðir.
Sorpgjöld fyrirtækja:
Fyrirtæki, stofnanir og aðrir lögaðilar greiða sorphirðugjald samkvæmt áætlun um kostnað við sorphirðu frá þeim, óski þeir eftir að vera inni í sorphirðuhring skv. útgefnu dagatali.
VAL UM ÍLÁT MEÐ MISMIKLU RÚMMÁLI |
VERÐ Á ÁRI |
VERÐ Á MÁNUÐI |
Blandaður úrgangur |
120 L |
36.439 |
3.036 |
240 L |
62.302 |
5.191 |
660 L |
149.399 |
12.449 |
Plast |
240 L |
17.910 |
1.492 |
660 L |
53.732 |
4.477 |
Pappír og pappi |
240 L |
11.117 |
926 |
660 L |
33.351 |
2.779 |
Lífrænt
|
120 L |
41.380 |
3.448 |
4. gr.
Móttökugjöld á móttökustöð sveitarfélagsins í Vík fyrir þá sem ekki greiða sorpgjöld eru eftirfarandi:
Komugjöld |
|
|
Komugjald á gámaplan |
1.029 |
pr/ferð |
Almennur úrgangur og grófur úrgangur
|
|
|
Blandadur úrgangur |
19.146 |
kr/m³ |
Blandadur grófur úrgangur |
19.146 |
kr/m³ |
Timbur |
21.616 |
kr/m³ |
Glerumbúðir |
12.352 |
kr/m³ |
Plast blandað |
2.799 |
kr/m³ |
Pappir og pappi blandað |
2.799 |
kr/m³ |
Málmar, brotamálmar |
0 |
kr/m³ |
Málmumbúðir |
0 |
kr/m³ |
Hjólbarðar |
0 |
kr/m³ |
Raf- og rafeindatæki blandað |
0 |
kr/m³ |
Afsetning spilliefni blandað |
154 |
kr/kg |
Gler og óvirkur úrgangur (múrbrot, gips...) |
8.025 |
pr/m³ |
Garðaúrgangur |
3.764 |
pr/m³ |
Grófur plastúrgangur - fiskikör o.þ.h. |
40.974 |
pr/m³ |
Heyrúlluplast óendurvinnalegt |
19.146 |
pr/m³ |
Heyrúlluplast endurvinnalegt |
0 |
pr/m³ |
Frauðplast |
4.932 |
pr/m³ |
Sóttmengaður úrgangur |
731 |
kr/kg |
|
Ýmislegt |
Matarolía |
56 |
kr/L |
Olíumengaður úrgangur (olía, olíusíur, plast olíubrúsar) |
249 |
kr/kg |
|
Lífrænt efni beint til jarðgerðar: |
|
|
Lífrænn heimilisúrgangur |
41 |
kr/kg |
|
Raftæki og spilliefni |
Kælitæki |
Gjaldfrjálst
|
Lítil raftæki |
Ljósaperur |
Rafgeymar - fyrirtæki |
Skjáir |
Stór raftæki |
Tölvur, prentarar og símar |
Rafhlöður |
Rekstraraðilar:
Þeir greiða fyrir móttöku alls úrgangs, samkvæmt vigt/rúmmáli, að undanskildum þeim úrgangsflokkum sem bera úrvinnslu- eða skilagjald.
Almenningur:
Allir sem greiða sorpgjald eða sorpeyðingargjald fá árlega afhent klippikort sem inniheldur losun á 4 m³ af gjaldskyldum úrgangi og gildir út árið. Til að komast inn á móttökustöðvar þurfa notendur að sýna klippikort. Einungis er klippt fyrir gjaldskyldan úrgang en ekki þegar tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi. Tilgangur klippikortsins er að flokkun verði markvissari og að kostnaður verði greiddur af þeim sem stofna til hans. Kortið veitir aðgang að gámasvæðinu og því er nauðsynlegt að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25 m³ sem samsvarar 240 lítra heimilistunnu.
5. gr.
Til tryggingar á greiðslu skv. gjaldskrá um sorphirðu- og sorpeyðingargjöld í Mýrdalshreppi er lögveðsréttur í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga. Öll verð í gjaldskránni eru án virðisaukaskatt.
6. gr.
Allar fjárhæðir skv. 3. og 4. gr. þessarar gjaldskrár taka breytingum 1. janúar ár hvert miðað við launavísitölu að hálfu (50%), m.v. grunnvísitölu í janúar 2024 og að hálfu (50%), m.v. vísitölu NVT 072 Rekstur ökutækja m.v. grunnvísitölu í janúar 2024. Gjaldskráin tekur fyrst breytingum í janúar 2025.
7. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af sveitarstjórn Mýrdalshrepps 15. febrúar 2024. Gjaldskráin er sett með heimild í 10. gr. samþykktar nr. 478/2024 um meðhöndlun úrgangs í Mýrdalshreppi og samkvæmt ákvæðum 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Gjaldskráin tekur þegar gildi. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 103/2020.
Skipulags- og byggingarmál
Gatnagerðagjöld
SAMÞYKKT um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi.
1. gr.
Almenn heimild til álagningar gatnagerðargjalds.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í Mýrdalshreppi skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um gatnagerðargjald nr. 543/1996.
Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda heimæðargjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, tengigjald holræsa skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og byggingarleyfisgjald skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010 og gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Lóðarhafi eða byggingarleyfishafi, þar sem það á við, er gjaldskyldur samkvæmt samþykkt þessari og ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds
2. gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjaldi skal varið til fjárfestingar og viðhalds gatnakerfa (gatna, gangstétta og stíga, undirganga, götulýsingar og annarra gatnamannvirkja).
Tengi- og heimæðargjöld sem og byggingarleyfisgjöld og gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru innheimt sérstaklega samkvæmt gjaldskrám og eru ekki innifalin í gatnagerðargjaldi
3. gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds.
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er flatarmál byggingar á tiltekinni lóð. Gatnagerðargjald ræðst af fermetrafjölda (birt stærð) byggingar á tiltekinni lóð og skal ákveðið samkvæmt a- eða b-lið hér á eftir:
a. Þegar Mýrdalshreppur úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð skal gatnagerðargjald ákveðið í samræmi við flatarmál þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt deiliskipulagi. Er það jafnframt lágmarksgjald.
b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, skal vegna útgáfu byggingarleyfis leggja á gatnagerðargjald í samræmi við flatarmál þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.
4. gr.
Gatnagerðargjald vegna viðbygginga, endurbyggingar húsa og breyttrar notkunar.
Ef veitt er leyfi til stækkunar byggingar skal greiða gatnagerðargjald vegna flatarmálsaukningar sem af því leiðir, sbr. þó 6. gr. Greiða skal gatnagerðargjald ef reist er ný bygging í stað annarrar á sömu lóð að því er nemur flatarmálsaukningu. Gildir þessi regla um byggingar, sem samþykkt er byggingarleyfi fyrir, allt að fimm árum eftir að leyfi var gefið fyrir niðurrifi eldri byggingar á sömu lóð. Að öðrum kosti greiðist fullt gatnagerðargjald. Ef hin nýja bygging fellur undir annan gjaldflokk
en sú sem rifin var, sbr. 6. gr., fer um hana samkvæmt næstu málsgrein.
Þegar veitt er leyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun byggingar, þannig að hún á undir hærri gjaldflokk, samkvæmt 6. gr., skal greiða gatnagerðargjald af flatarmáli viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.
5. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð |
Hlutfall |
Einbýlishús með eða án bílgeymslu |
9,0% |
Parhús/Raðhús með/án bílgeymslu |
8,0% |
Fjölbýlishús með/án bílgeymslu |
7,0% |
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði |
7,0% |
Iðnaðarhúsnæði |
3,5% |
Hesthús |
2,0% |
Lágmarksgjald skv. 1. mgr. skal aldrei vera hærra en sem nemur 15% af byggingarkostnaði fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni skv. útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987, um vísitölu byggingarkostnaðar.
Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.
Fjárhæðir taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (186.011 kr./fm, byggingarvísitala 119 stig fyrir janúar 2014).
6. gr.
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.
Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.
b. Fyrir svalaskýli íbúðarhúsa sem eru 20 m² eða minni vegna hverrar íbúðar, skal ekki greiða gatnagerðargjald. Ef um stærri skýli er að ræða skal greiða gatnagerðargjald af því sem er umfram 20 m² pr. íbúð.
c. Óeinangruð smáhýsi, minni en 15 fermetrar.
7. gr.
Sérstök lækkunarheimild.
Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, atvinnuuppbyggingar, og mikillar eftirspurnar á leiguhúsnæði.
Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald vegna sérhæfðs, félagslegs húsnæðis, m.a. sambýlis fatlaðra, öryggis- og þjónustuíbúða fyrir aldraða og leiguhúsnæði, enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umræddar fasteignir um að greiða skuli gatnagerðargjald af þeim, ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta. Stafi það af breyttri notkun, sem er háð samþykki byggingaryfirvalda, skulu gjalddagi og eindagi fara eftir 2. mgr. 9. gr., en að öðrum kosti er gjalddaginn 30 dögum eftir að forsendur lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds eru ekki lengur fyrir hendi, svo sem vegna sölu húsnæðis, og eindagi 30 dögum síðar.
Sveitarstjórn getur ákveðið að af tilteknum lóðum/byggingarreitum sem vegna staðsetningar þykja verðmætar, verði gatnagerðargjald allt að 15% af byggingarkostnaði á fermetra vísitöluhúss fjölbýlis.
8. gr.
Greiðsluskilmálar.
Gjalddagar gatnagerðargjalds skulu vera sem hér segir:
a. Við lóðarúthlutun, sölu lóðar eða veitingu byggingarréttar skv. a-lið 3. gr. eða við útgáfu byggingarleyfis skv. b-lið sömu greinar skal greiða 50% gatnagerðargjaldsins. Hafi ekki verið lagt bundið slitlag á viðkomandi götu við lóðaúthlutun eða útgáfu byggingarleyfis skal einungis greiða 20% gjaldsins við lóðaúthlutun og 30% við lagningu bundins slitlags á götuna.
b. Við útgáfu fokheldisvottorðs greiðist 50% gjaldsins.
c. Við útgáfu byggingarleyfis vegna framkvæmda sem falla undir 5. gr. en eru ekki undanþegnar gatnagerðargjaldi, skal gatnagerðargjald greitt við útgáfu byggingarleyfis.
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Af gjaldföllnu gatnagerðargjaldi skulu greiðast dráttarvextir, skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga.
9. gr.
Áfangaskipti framkvæmda.
Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggst byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sérhverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.
10. gr.
Afturköllun lóðarúthlutunar vegna vanskila eða dráttar á framkvæmdum.
Nú greiðir lóðarhafi ekki gatnagerðargjald á tilskildum tíma og er hreppsnefnd þá heimilt að undangenginni viðvörun að afturkalla byggingarleyfið og/eða lóðarúthlutun og skal kveðið svo á í úthlutunar- eða byggingarskilmálum.
Hafi teikningar af fyrirhuguðu húsi ekki borist byggingarnefnd til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar, er heimilt að fella lóðarúthlutunina úr gildi og endurgreiðist þá gatnagerðargjaldið.
Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ.e. að lóð fellur aftur til sveitarsjóðs hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu byggingarleyfis, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.
11. gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur,
Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
12. gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:
a. Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.
b. Ef gatnagerðargjald hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis, en leyfið fellur úr gildi.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt innan 30 daga ef lóð er afturkölluð skv. a-lið, sama gildir um gatnagerðargjald sem lagt hefur verið á í tengslum við útgáfu byggingarleyfis sbr. b-lið, en þá skal gatnagerðargjald endurgreitt innan 30 daga frá því að byggingarleyfishafi hefur sannanlega krafist endurgreiðslu.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt og verðbætt, án vaxta, miðað við breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar frá því lóðarhafi greiddi gatnagerðargjaldið til endurgreiðsludags.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
13. gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjald.
Um samninga um gatnagerðargjald af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við Mýrdalshrepp fyrir gildistöku samþykktar þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir samþykkt um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi nr. 213/2014.
14. gr.
Gildistaka.
Samþykktin er samin og samþykkt af sveitarstjórn Mýrdalshrepps, skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast gildi 1. júlí 2024 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Jafnframt fellur úr gildi samþykkt um gatnagerðargjald í Mýrdalshreppi nr. 213/2014.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 19. október 2023.
Vík í Mýrdal, 3. júní 2024.
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri.
Nr. 767, B-deild – Útgáfudagur: 28. júní 2024
Gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjald
GJALDSKRÁ fyrir fráveitu- og rotþróargjald í Mýrdalshreppi.
1. gr.
Stofngjald fráveitu.
Eiganda eða rétthafa fasteignar sem tengst getur fráveitu Mýrdalshrepps ber að greiða gjald fyrir tengingu við fráveituna sbr. 13. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Gjaldið stendur undir kostnaði við tengingar fráveitu og tekur mið af gerð, stærð og lengd tenginga. Með tengigjaldi er innheimt hlutdeild í stofnkostnaði við aðliggjandi fráveitukerfi.
Af öllum nýbyggingum, hvort sem eru á eignar- eða leigulóðum í Mýrdalshreppi skal greiða tengigjald sem hér segir:
150 mm tenging (allt að 20 m löng) 150.000 kr.
200 mm tenging (allt að 20 m löng) 200.000 kr.
250 mm tenging (allt að 20 m löng) 250.000 kr.
Þar sem sérstakar aðstæður eru til staðar eða tenging er lengri en 20 metrar skal lóðarhafi greiða raunkostnað við að tengja viðkomandi fasteign við fráveitu Mýrdalshrepps.
Gjalddagi tengigjalds er við úthlutun lóðar í eigu sveitarfélagsins og við útgáfu byggingarleyfis á öðrum lóðum. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Upphæð tengigjalda breytist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 1. janúar 2012 og var 112,3 stig.
2. gr.
Fráveitugjald.
Hverjum þeim sem á hús, húshluta, lóð, jörð eða aðra fasteign í Mýrdalshreppi sem holræsi hefur verið lagt í og tengt fráveitu í eigu sveitarfélagsins ber að greiða árlegt fráveitugjald til sveitarsjóðs í samræmi við 14. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Árlegt fráveitugjald í Mýrdalshreppi er 0,20% af fasteignamati fasteigna. Gjaldið skal innheimt frá og með því að byggingin er skráð fokheld í Landsskrá fasteigna byggingarstig 4.
3. gr.
Rotþróargjald.
Mýrdalshreppur innheimtir árlega rotþróargjald vegna hreinsunar og tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu.
Gjaldið er innheimt árlega, sem hér segir:
Rotþró 6000 lítra og minni kr. 7.000
Rotþró stærri en 6000 lítra kr. 9.000
Aukalosanir kr. 9.000 fyrir hverja tæmingu.
Upphæð rotþróargjalds breytist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 1. janúar 2012 og var 112,3 stig.
4. gr.
Lækkunarheimild.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps getur samþykkt að fella niður eða lækka fráveitugjöld hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum í samræmi við 15. gr. V. kafla laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
5. gr.
Innheimta.
Gjalddagar fráveitu- og rotþróargjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjald.
Fráveitugjaldi og tengigjaldi ásamt innheimtukostnaði og vöxtum fylgir lögveðsréttur í fasteigninni í tvö ár frá gjalddaga. Lögveð þetta gengur fyrir eldri sem yngri samnings- og aðfararveðum og yngri lögveðum. Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds.
6. gr.
Gildistaka.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af sveitarstjórn Mýrdalshrepps skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna, þann 19. júní 2012, staðfestist hér með til að öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt falla úr gildi eldri gjaldskrár og gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjald Mýrdalshrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 26. febrúar 2009.
Vík í Mýrdal, 22. júní 2012.
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri.
Gjaldskrá fyrir vatnsveitu
GJALDSKRÁ fyrir vatnsveitu Mýrdalshrepps.
1. gr. vatnsgjald.
Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum á veitusvæði Mýrdalshrepps sem tengdar hafa verið vatnsveitu sveitarfélagsins.
Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis og lóða er kr. 55.000 pr. íbúð.
Vatnsgjald annarra mannvirkja og lóða en getið er í 2.mgr.þessarar greinar sem tengt er vatnsveitu skiptist í grunngjald sem er kr. 55.000 og notkunargjald.
Heimilt er að loka fyrir heimæða hjá þeim sem eru staðnir að sóun vatns og sírennsli er bannað. Tenging við vatnsveitu Mýrdalshrepps án leyfis er með öllu óheimil.
2. gr. Notkunargjald.
Í fyrirtækjum og annars staðar þar sem vatn er notað til annars en venjulegra heimilisþarfa, skal auk vatnsgjalds, greiða sérstakt notkunargjald kr. 50 pr. m³ samkvæmt rennslismæli sem sveitarfélagið á og rekur.
3. gr. Mælaleiga.
Fyrir rennslismæla skal greidd árleg mælaleiga eftir stærð mælis sem hér segir:
32 mm 21.649 kr.
40 mm 25.852 kr.
50 mm 34.511 kr.
63 mm 68.895 kr.
75 mm 91.308 kr.
90 mm 129.258 kr.
110 mm 158.765 kr.
4. gr. Heimæðargjald.
Þeir sem óska eftir að tengjast aðal- eða dreifiæðum veitunnar greiða heimæðargjald. Gjaldskráin miðast við að ídráttarrör fyrir heimæð hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitunnar við lóðarmörk, að inntaksstað mannvirkis og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum sveitarfélagsins.
Lámarksheimæðargjald er kr. 410.059 kr. miðað við 32 mm þvermál rörs og allt að 25 metrar lengd heimæðar. Heimæðargjald hækkar í samræmi við aukinn sverleika og/eða lengd heimæðar sem hér segir:
Þvermál rörs Lámarksgjald Verð pr.m. umfram 25 m
32 mm eða minna 410.059 kr. 4.330 kr.
40 mm 450.811 kr. 4.966 kr.
50 mm 492.835 kr. 5.730 kr.
63 mm 553.962 kr. 6.749 kr.
75 mm 636.738 kr. 8.022 kr.
90 mm 697.865 kr. 9.169 kr.
Heimæðar viðari en 90 mm greiðast skv. reikningi þó aldrei minna en 800.000 kr.
Ef heimæð er lengri en 250 metrar skal samið sérstaklega um heimæðargjald áður en til framkvæmda kemur. Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar eða fleygunar á klöpp, skal greitt sérstakt álag allt að 25% sem leggst ofan á heimæðargjald.
Heimæðargjald breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu byggingarvísitölu. Ofangreint verð tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar sem tók gildi 31. október 2024 og var 121 stig.
5. gr. Kostnaðarþátttaka vegna vatnsæða
Í þeim tilfellum þegar um er að ræða ósk um tengjast veitunni á svæðum þar sem aðal- eða dreifiæðar eru ekki til staðar eð aðstæður óvenjulegar þá skal semja um kostnaðarskiptingu vegna lagningar þeirra áður en til framkvæmda kemur.
6. gr. Gjalddagar og greiðsluskilmálar
Gjalddagi heimæðargjalds er við úthlutun lóðar sem er í eigu Mýrdalshrepps eða sem sveitarfélögin hafa ráðstöfunarrétt yfir, eða við útgáfu byggingarleyfis/byggingaráformi á öðrum lóðum.
Gjalddagar vatnsgjalds eru hinir sömu og ákveðnir eru fyrir fasteignagjöld og skal innheimtu hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalda.
Notkunargjald er innheimt einu sinni á ári og tekur mið af mældri notkun ársins þar áður skv. mælalestri sem framkvæmdur er ár hvert.
Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds, heimæðargjalds og greiðslu notkunargjalds. Gjöldin, ásamt vöxtum og áföllnum kostnaði nýtur lögveðsréttar í fasteign eiganda næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hverskonar samningsveði og aðfaraveði.
Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.
Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.
Heimilt er að stöðva vatnssölu til þeirra er vanrækja viðhald vatnslagna innanhúss og eru staðnir að sóun vatns.
7. gr. Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.
Gjaldskrá þessi er sett í samræmi við lög um vatnsveitur sveitafélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og öðlast gildi 01. janúar 2025.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 594/2012.
Samþykkt í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 14.11.2024.
Vík í Mýrdal, 15.11.2024.
Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri.
Gjaldskrá fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afsgreiðslu vegna skipulags- og byggingarmála
GJALDSKRÁ fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afgreiðslu vegna skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi
1. gr.
Byggingarleyfi skv. 51 gr. laga nr. 160/2010 un mannvirki.
Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja byggingu sem fengið hefur útgefið byggingarleyfi. Þó skal ekki innheimta byggingarleyfisgjald fyrir byggingar sem eru 15 m² eða minni nema um viðbyggingar sé að ræða.
Fyrir byggingarleyfi skal greiða eftirfarandi gjöld, sem skiptist í afgreiðslugjald og rúmmetragjald:
1.1. Fyrir sérhvert byggingarleyfi vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga og niðurrif húsa, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 60.000.
1.2. Fyrir breytingu á áður útgefnu byggingarleyfi og fyrir byggingarleyfi sem felur í sér minniháttar breytingu á þegar byggðu mannvirki, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 30.000.
Fyrir sérhvert byggingarleyfi greiðist að auki rúmmetragjald sem hér segir: kr. pr. m³
1.3. Íbúðarhúsnæði og bílgeymslur 260
1.4. Atvinnu- og þjónustuhúsnæði (skrifstofu-, verslunar- og gistihúsnæði) 260
1.5. Iðnaðarhúsnæði og landbúnaðarbyggingar 80
1.6. Sumarhús 450
Innifalið í gjaldinu er skráning umsóknar, yfirferð uppdrátta og útgáfa byggingarleyfis, lögbundið byggingareftirlit, lögbundin öryggisúttekt og lokaúttekt ásamt skráningu húss hjá Þjóðskrá Íslands.
Gjöld miðast við eina yfirferð hönnunargagna.
Gjöld vegna aðkeyptrar yfirferðar séruppdrátta eru innheimt sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.
Sé sótt um endurnýjun byggingarleyfis og breytingar að auki skal farið með það sem nýtt byggingarleyfi, það sem áður hefur verið greitt kemur til frádráttar.
2. gr.
Málsmeðferð tilkynntra framkvæmda, sbr. ákvæði gr. 2.3.3 og 2.3.6 í byggingarreglugerð.
Vegna málsmeðferðar tilkynntra framkvæmda sbr. gr. 2.3.5 og 2.3.6 í byggingarreglugerð greiðist afgreiðslugjald kr. 30.000.
Innifalið í gjaldi er móttaka og varðveisla gagna, yfirferð m.t.t. samræmis við skipulag og skráningu hjá Þjóðskrá Íslands.
Öll gjöld skv. 12. gr. falla í gjalddaga við samþykkt byggingaráforma og skulu greidd áður en byggingarleyfi er gefið út.
Af íveru- og þjónustuhúsnæði er að auki innheimt sorphreinsunar- og/eða sorpförgunargjald af starfseminni.
3. gr.
Gjöld vegna stoðuleyfa.
Gjaldflokkur: kr.
3.1 Stöðuleyfi 20 feta gáma á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt til allt að eins árs 30.000 pr. einingu
3.2 Stöðuleyfi 40 feta gáma á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt til allt að eins árs 45.000 pr. einingu
3.3 Stöðuleyfi gáma, báta o.fl. annars staðar en á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt í / til 6 mánuði 30.000 pr. einingu
3.4 Stöðuleyfi gáma, báta o.fl. annars staðar en á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt í 7 til 12 mánuði 60.000 pr. einingu
3.5 Stöðuleyfi söluvagna, söluskúra, veitingaskála/sáma, veitt í Í til 6 mánuði 50.000 pr. einingu
3.6 Stöðuleyfi söluvagna, söluskúra, veitingaskála/gáma, veitt í 7 til 12 mánuði 100.000 pr. einingu
4. gr.
Framkvæmdaleyfisgjald skv. I.mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13.-16. gr. skipulagslaga ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar að fenginni tillögu skipulagsfulltrúa.
Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við undirbúning leyfis og lögbundins eftirlits s.s. umsýslu og málsmeðferð skipulagsfulltrúa, utanaðkomandi sérfræðivinnu, nauðsynlegra umsagna, auglýsinga o.s.frv. Lágmarksgjald skal þó vera 70.000 kr.
Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 með síðari breytingum er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess, hluti af kostnaði við undirbúning leyfis.
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa vegna útgáfu framkvæmdaleyfis er 12.500 kr./klst.
5. gr.
Gjald fyrir skipulagsvinnu skv. 2. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald sem nemur kostnaði við skipulagsgerðina, umsýslu, kynningu og auglýsingu.
kr.
5.1 Aðalskipulagsbreyting skv. 1. mgr. 36. gr.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 180.000
5.2 Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 80.000
5.3 Nýtt deiliskipulag skv. 37.-42. gr.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 180.000
5.4 Nýtt deiliskipulag skv. 37.-42. gr. án lýsingar og kynningar skv.
4. mgr. 40. gr.
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 105.000
5.5 Breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr.
Vinnsla breytingartillögu skv, reikningi
Urnsýslu- og auglýsingakostnaður 105.000
5.6 Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. með
grenndarkynningu
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 105.000
5.7 Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. án
grenndarkynningar
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður 40.000
5.8 Grenndarkynning byggingar- eða framkvæmdaleyfis skv. 44. gr.
Umsýslukostnaður ef sendar eru fleiri en 5 tilkynningar 40.000
5.9 Málsmeðferð stakra framkvæmda skv. |. tl. ákvæða til bráðabirgða
Vinnsla breytingartillögu skv. reikningi
Umsýslukostnaður 40.000
6. gr.
Önnur afgreiðslu- og þjónustugjold.
Fyrir aðra þjónustu er innifalin er við útgáfu byggingarleyfis sbr. 2. gr. ber að greiða eftirtalin gjöld:
kr.
6.1 Staðfestingargjald vegna lóðarúthlutunar 95.000
6.2 Lóðarsamningur nýrrar lóðar 50.000
6.3 Lóðarsamningur vegna eldri lóðar eða breytingar á samningi 30.000
6.4 Hver endurskoðun á hönnunargögnum 20.000
6.5 Vottorð um byggingarstig og stöðuúttekt 20.000
6.6 Úttekt vegna leiguhúsnæðis
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.7 Astandsskoðun húss
Tímagjald skipulags- og byggingarfullirúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.8 Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun pr. eignarhluta 10.000
6.9 Vottorð vegna rekstrarleyfa, án úttektar 10.000
6.10 Vottorð vegna rekstrarleyfa, með úttekt 30.000
6.11 Útsetningar og mælingar
Tímagjald skipulags- og byggingar fulltrúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.12 Útbúa lóðarblöð
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa skv. reikningi þó að lágmarki 2 klst.
6.13 Stofnun lóða í Þjóðskrá Íslands skv. 48. gr. skipulagslaga 18.000
6.14 Stofnun lóða í Þjóðskrá Íslands á grundvelli deiliskipulags 12.000
6.15 Breyting á skráningu í Þjóðskrá Íslands 6.000
7. gr.
Gildissvið
Gjaldskráin gildir fyrir sveitarfélagið Mýrdalshrepp.
8. gr.
Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Gjaldskrá fyrir þjónustu, leyfisveitingar og afgreiðslu vegna skipulags- og byggingarmála í Mýrdalshreppi nr. 325/2019 fellur úr gildi við gildistöku þessarar gjaldskrár.
Gjaldskrá þessi sem tekur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda var samþykkt í sveitarstjórn Mýrdalshrepps þann 20. ágúst 2020.
Vík í Mýrdal, 21. ágúst 2020.
Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri.
Brunavarnir
I. KAFLI
Almennt.
1. gr.
Verkefni Slökkviliðs Mýrdalshrepps (S.M.) ákvarðast annarsvegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
2. gr.
S.M. innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.
3. gr.
Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum.
II. KAFLI
Lögbundin verkefni.
4. gr.
Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga.
Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 18.600 krónur.
5. gr.
Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.
Fyrir endurkomu vegna eftirlits og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 37.200 kr. fyrir hvert skipti. Fyrir aðra vinnu við eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skulu innheimtar 18.600 kr fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar á sér stað utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 74.400 kr., auk 18.600kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
6. gr.
Öryggisvaktir á mannvirki.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 74.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 18.600 kr kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.
7. gr.
Lokun mannvirkis.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimt er 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um lokunaraðgerðir er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 74.400 kr., auk 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir.
8. gr.
Dagsektir.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimt er 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
9. gr.
Öryggis- og lokaúttektir.
Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 37.200 kr. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
10. gr.
Eftirfylgni útkalla vegna brunaviðvörunarkerfa.
Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð.
Innheimt er fast gjald fyrir tvær klukkustundir, 37.200 kr., fyrir eftirlitið. Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 5. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
11. gr.
Umsagnir.
Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Innheimt er fast gjald, 18.600 kr. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 74.400kr., auk 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
III. KAFLI
Önnur verkefni og þjónusta.
12. gr.
Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni falla þó að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa Mýrdalshrepps, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.
Fast tímagjald samkvæmt 4.gr fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 18.600 krónur lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið er fast tímagjald fyrir byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns innheimt með 35% álagi. Fast tímagjald fyrir vinnu sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum er því 25.110 krónur nema annað sé sérstaklega tekið fram.Þar sem um sérstakan viðbúnað að ræða, sbr. 12.-14.gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir eða 200.880 krónur.
13. gr.
Ráðgjafarþjónusta.
Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfssemi, er þjónustan gjaldskyld. Innheimtar eru 37.200 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
14. gr.
Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.
Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir .Innheimt er að lágmarki 37.200 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.
15. gr.
Viðbúnaður vegna eldsvoða og mengunaróhappa.
Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögum. Þau gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Lögin ná til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistarfa í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri.
Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunaróhöppum á sjó og í lofti falla hins vegar ekki undir lögin, né heldur eldvarnir í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Slökkviliðsstjóri metur það hverju sinni hvort sinna skuli beiðnum um verkefni sem liggja fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni slíku ólögboðnu verkefni skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 200.880 kr., auk 25.110 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund
16. gr.
Viðbúnaður vegna upphreinsunar.
Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 200.880 kr., auk 25.110 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
17. gr.
Viðbúnaður vegna verðmætabjörgunar og vatnsleka.
Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 200.880 kr., auk 25.110 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
18 gr.
Tækjaleiga.
Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.
Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagning á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari.
Tæki skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimt er að lágmarki 74.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 18.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.
19. gr.
Annað.
Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum.. Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 17.gr . og að lágmarki 74.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 18.600 kr. fyrir hverja byrjaðað klukkustund umfram fjóra tíma.
Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.
IV. KAFLI
Innheimta.
20. gr.
Skrifstofa Mýrdalshrepps f.h. Slökkviliðs Mýrdalshrepps annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
Gjöldum sem til eru komin vegna öryggis – og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5 gr.t.o.m. 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.
V. KAFLI
Gildistaka og lagastoð.
21. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, er samin af slökkviliðsstjóra Mýrdalshrepps og samþykkt af sveitarstjórn Mýrdalshrepps 16.01.2025 , með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.
Gjaldskráin öðlast þegar gildi.
1. janúar 2025,
F.h.Slökkviliðs Mýrdalshrepps.,
Ívar Páll Bjartmarsson
Slökkviliðsstjóri
Einar Freyr Elínarson
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps