Forvarnarteymi

Forvarnarteymi

Forvarnarteymi Mýrdalshrepps var stofnað 17. janúar 2024. Hugmyndin á bakvið stofnun forvarnarteymis er að skapa samráðs- og samstarfsvettvang fyrir þá sem koma með einhverjum hætti að forvarnarstarfi í Mýrdalshreppi.

Fulltrúar leik- og grunnskóla, heilbrigðisþjónustu, lögreglu, slökkvilið, foreldrafélags, kirkjunnar og Æskulýðs- og tómstundafulltrúi sitja í þessu forvarnarteymi. Hlutverk forvarnarteymis er að fylgjast almennt með forvarnarmálum í Mýrdalshreppi, safna upplýsingum, veita stuðning og samræma aðgerðir. Áhersla er lögð á að skapa rými fyrir umræður, hvað er að gerast í dag í samfélaginu okkar og hvaða áskoranir við stöndum fyrir í forvarnarmálum.

Samráð og samvinna er lykilinn að skilvirkum forvörnum. Það er vilji nefndarmanna að styðja við hvort annað og vinna saman að forvarnarmálum í sveitarfélaginu.

Grundvöllur að góðu forvarnarstarfi er að allir aðilar sem vinna með forvarnir hafi vettvang til að styðja við hvort annað og vinni saman að settum markmiðum.

 

Einkunnarorð eru Samvinna, samþætting, samstarf og samtal.

Forvarnarteymið vinnur nú að stefnumótun, yfirlit yfir forvarnarverkefni og framtíðarsýn.

Í forvarnarteyminu sitja:

Kristín Ómarsdóttir, Æskulýðs- og tómstundafulltrúi

Sara Lind Kristinsdóttir, Lögreglukona

Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur

Harpa Elín Haraldsdóttir, fulltrúi foreldra

Árni Þór Þórsson, sóknarprestur

Elín Einarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla

Nichole Mostly, leikskólastjóri Mánalands

Ívar Páll Bjartmarsson, slökkviliðsstjóri