Öldungaráð

Öldungaráð Mýrdalshrepps

Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991 m.s.br. er kveðið á um skipan öldungaráðs sveitarfélaga. Öldungaráð er sveitarfélaginu til ráðgjafar um málefni og hagsmuni þeirra íbúa sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri. 

Að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum skal skipa öldungaráð. Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum og tveimur til vara. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og einn til vara. Samherji, félag eldri borgara kýs þrjá fulltrúa og einn til vara. Einn fulltrúi skal tilnefndur af heilsugæslunni.

Sveitarstjóri eða starfsmaður sem hann tilnefnir skal sitja fundi öldungaráðs með málfrelsi og tillögurétt.  Öldungaráði er heimilt að koma með tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag og skipulag á öldrunarþjónustu. Erindi eru tekin fyrir í sveitastjórn.

Öldungaráð skal að jafnaði halda fund ársfjórðungslega auk árlegs opins fundar með sveitarstjórn. 

Erindisbréf öldungaráðs

Fundagerðir hér:

Öldungaráð:

Björn Þór Ólafsson, sveitarstjórn

Anna Huld Óskarsdóttir, sveitarstjórn

Drífa Bjarnadóttir, sveitarstjórn

Birgir Hinriksson, Samherjar félag eldri borgara

Margrét Guðmundsdóttir, Samherjar félag eldri borgara

Guðný Guðnadóttir, Samherjar félag eldri borgara

Til vara:

Páll Tómasson, sveitarstjórn

Sveinn Þorsteinsson, Samherjar félag eldri borgara

 

Öldungaráð - varamenn