Hrapið

Hrapið er staðsett við austurhlið Reynisfjalls. Hrapið er frá Bandasteini langleiðina að vestustu húsum Víkurþorps. Kartöflugarðar eru staðsettir í Hrapinu en þar er frjósamur jarðvegur og mikil veðursæld. Flestir matjurtagarðar Mýrdalshrepps voru í Hrapinu og var kartöfluræktin fyrirferðamest. Kartöflukofar voru hlaðnir þar sem kartöflur og matarjurtir voru geymdar yfir veturtímann. 

Hrapið er falleg náttúruperla sem gaman er að heimsækja og njóta veðursældarinnar. Hægt er að gæða sér á nesti við matarbekkina sem staðsettir eru í Bjarkarlundi og á svæðinu við minnismerkið um þýska sjómenn. 

Hægt er að fá frístundagarð til afnota með því að hafa samband við skrifstofu Mýrdalshrepps. 

Myndir: Kristín Ómarsdóttir