Leikskólinn Mánaland er þriggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Það eru milli 30-40 börn sem stunda nám við leikskólann á hverjum tíma. Leikskólinn opnar kl. 07:45 á morgnana og honum er lokað kl. 16:15. Vistunartími barnanna er 36 stundir á viku og eru það foreldrarnir/forráðamenn sem ákveða hvernig sá tími skiptist niður.
Þegar leikskólinn flutti í nýtt húsnæð að Ránarbraut 17 haustið 2024 var þriðja deildin opnuð. Áður hafði leikskólinn alltaf verið tveggja deilda. Mjög góð hljóðvist er í húsnæðinu og gott er að labba um þar sem hiti er í gólfum. Maturinn sem er í boði er eldaður í Hjallatúni og sendur í Mánaland. En með nýju eldhúsi er möguleiki að bæði starfsfólk og börn geti t.d. bakað sitt eigið brauð.
Með nýju húsnæði vantaði nöfn á deildirnar sem og önnur svæði leikskólans og ákveðið var að leita ekki langt yfir skammt og nýta þann auð sem er í Mýrdalshreppi. Með því er hægt að vekja áhuga barna og aðra á því sem er í kringum okkur alla daga. Við grípum öll tækifæri til að fræða og kenna
Til dæmis fengu deildirnar nöfnin Hafursey, Dyrhólaey og Pétursey, listaskálinn heitir Fagridalur og eldhúsið er Eldhúsbrekka og unnið er að því að finna fleiri nöfn.
Leikskólinn starfar eftir lögum um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Mýrdalshrepps. Með nýju húsnæði var einnig ákveðið að endurmeta þá stefnu sem leikskólinn hefur starfað eftir og bæta við þar sem þarf. Áfram verður unnið með Lubbi finnur málbein og Blæ. Einnig er leikskólinn að taka inn Jákvæður aga stefnuna sem leikskólar á svæðinu eru að vinna eftir. Myndrænt skipulag fær sinn sess innan leikskólans sem og Gefðu 10. Mánaland er Heilsueflandileikskóli.
Leikskólastjóri er Erla Jóhannsdóttir leikskolastjori@manaland.is og sími leikskólans er 487-1241
Sjá reglur um heimAgreiðslu vegna barna á biðlista eftir leikskólaplássi