Tón-Klúbbur nr. 9: Mýrdælska hljómsveitin Tónabræður og félagar

Tónskóli Mýrdalshrepps þetta skólaár heldur áfram fyrir skemmtilegum viðburðum sem heitir Tón-Klúbbur.
Einu sinni á mánuði mun koma einn tónlistarmaður eða fleiri og kynna sína tónlist og segja sýna sögu úr tónlistarlífi 🙂
Næsti miðvikudaginn 27.nóvember kl.17:30 í Leikskálum verður níundi Tón-Klúbbur, gestir okkar verða Mýrdælska hljómsveitin Tónabræður og félagar. Verið hjartanlega velkomin.
Tón-Klúbbur Tónskóla Mýrdalshrepps
Meginmarkmið Tón-Klúbbsins: að kynna tónlistarfólk frá Vík í Mýrdal og nágreinni fyrir tónlistarnemendur Tónskólans og sömuleiðis fyrir aðra, og vekja athygli ungs fólks á tónlistarlífi í sveitarfélaginu. Í hverjum mánuði mun koma einn eða fleiri tónlistarmenn og taka nokkur lög á sín hljóðfæri og segja frá þeirra reynslu að vera tónlistarmaður og hvernig tónlistaráhugi kviknaði hjá þeim. Yngri kynnslóðinni gefst tækifæri að spyrja forvitnilegra spurninga og hlusta á tónlistarfólkið deila sögum sínum og tónlist. Frábært tækifæri fyrir forvitna tónlistarkrakka og unga fólk og allra sem hafa áhuga á tónlist. Hugmynd og stjórnandi: Alexandra Chernyshova.
Mýrdælska hljómsveitin Tónabræður var áberandi á sveitaböllunum í Skaftafells- og Rangárvallasýslum á sjöunda áratug síðustu aldar og kemur enn fram þótt ekki spili hún jafn reglulega og áður fyrr.
Sveitin hlaut nafnið Tónabræður 1962 en saga hennar nær reyndar aftur til 1959 því hún hafði þá starfað í þrjú ár undir nafninu H.A.F. tríóið á undan, með örlítið breytti liðsskipan. Tónabræður skipuðu þeir Sigurður Árnason söngvari og trommuleikari, Þórir N. Kjartansson bassa- og saxófónleikari (oft kenndur við Víkurprjón) og Brekkubræðurnir Auðbert gítar- og harmonikkuleikari og Hróbjartur gítarleikari Vigfússynir. Sveitin starfaði samfleytt til 1969 eða 70 og undir það síðasta söng Anna Björnsdóttir með sveitinni.
Tónabræður hafa komið saman fjölmörgum sinnum síðan þeir hættu 1970, fyrst líklega árið 1987 og reglulega síðan þá, yfirleitt á heimaslóðum eða samkomum tengdum Skaftfellingum og nærsveitungum. Það má jafnvel segja að sveitin sé enn starfandi þó ekki sé það með sama hætti og á sjöunda áratugnum. (texti og mynd: https://glatkistan.com/2015/01/19/tonabraedur_2/)