Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Deiliskipulag Mennta- og heilsusvæðis í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. maí 2024 deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með breytingunni breytast byggingareitir fyrir íþróttahús og sundlaug og skilgreind er lóð fyrir sundlaug en byggingarmagn helst óbreytt.

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Deiliskipulag Austurhluta Víkur

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 14. apríl 2024 deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með breytingunni færast skipulagsmörk svæðisins lítillega til og skipulagssvæðið minnkar.

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

 

Vík í Mýrdal 27. júní 2024

Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps

George Frumuselu