Byggingarmál

Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa.

Embætti byggingarfulltrúa starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt sveitarstjórnar svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er byggingarmál varða.

Ný byggingarreglugerð tók gildi árið 2012 þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd laga um mannvirki.

Upplýsingar veitir:

Guðmundur Úlfar Gíslason, byggingarfulltrúi, netfang: bygging@vik.is

Símatími hjá byggingarfulltrúa er á þriðjudögum frá kl. 10:00-12:00. Síminn er 6645095. Allar fyrirspurnir utan viðtalstíma skal senda á netfang byggingarfulltrúa.

Allt ferli vegna umsókna um byggingarleyfi er rafrænt hjá Mýrdalshreppi. Rafrænar umsóknir eru á íbúagátt Mýrdsalshrepps. Til þess að skrá sig inn þarf rafræn skilríki.

Varðandi skil byggingarstjóra á áfangaúttektum vill Mýrdalshreppur beina því til byggingarstjóra að nota nýtt vefmót mannvirkjsakrár HMS um framkvæmd áfangaúttekta.

Sjá hér upplýsingar og leiðbeiningar á vef HMS.

Nokkur atriði um útgáfu byggingarleyfa, úttektir o.fl. Pdf skjal eða flettigluggi