Sveitarfélagið Mýrdalshreppur gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 8. október 2021 á Regnboganum – List í fögru umhverfi. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri og Guðrún Dóra Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs Landlæknis undirrituðu samning þess efnis í íþróttahúsinu í Vík. Brian Haroldsson, Amadeusz Lotar, Jón Indriðason og Anna Sánvhes fluttu gestum tónlistaratriði þar sem m.a. var spilað á sekkjarpípu og selló. Guðrún Dóra Guðmundsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir mættu fyrir hönd landlæknis. Guðrún Dóra og Sveitarstjóri fluttu ávarp um markmið heilsueflandi samfélags, í lok athafnarinnar var vígsla klifurveggsins þar sem nemendur í 3. og 4. bekk klipptu á borða og klifurveggurinn þar með formleg opnaður.
Með heilsueflandi samfélagi skapast vettvangur fyrir markvisst lýðheilsustarf í sveitarfélögum, skólum og vinnustöðum. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra, þar sem lögð verður áhersla á félagslega, líkamlega og andlega heilsueflingu.