Nú er lagningu nýs gögnustígs frá Kirkjuvegi upp að kirkju að mestu lokið. Stígurinn er hluti að verkefninu söguslóð um Vík og er síðasti hluti þess verkefnis. Fimmtán fræðsluskilti um menningu og sögu Víkurþorps hafa verið sett uppá 4,3 km. hringleið um þorpið. Skilta hönnun tók mið af handbók um merkingar sem gefin var út af Ferðamálastofu. Höfuðlitur skiltana er í samræmi við skiltastefnu Kötlu Geopark. leiðin hefst við fjöruna fyrir neðan verlsunarmiðstöðina Icewear, á fyrsta skiltinu er kort af leiðinni en einnig er á öllum skiltunum vegvísandi QR kóði sem leiðir áhugasama inná vefsvæði með yfirlitskorti.