Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.
Mennta- og heilsusvæði í Vík - Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær yfir 2,2 ha og afmarkast af Mánabraut og Ránarbraut en vestan við svæðið er íþróttavöllur og sunnan við það er óbyggt svæði. Innan reitsins er skólalóð, leikskólalóð, íþróttahús, sundlaug og útisvæði tengd skólastarfi.
Tillaga þessi liggur frammi á skrifstofa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og eða nálgast hér frá 22. september 2021 til og með 5. nóvember 2021.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 5. nóvember 2021.