Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

2. fundur 21. mars 2025 kl. 10:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason Byggingarfulltrúi
  • Ívar Páll Bjartmarsson Nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá
Samþykkt að bæta málin nr. 5 við dagskrána.

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurvegur 8 - Flokkur 2

2503003

Óskað er eftir heimild til þess að breyta geymslu (mhl. 02) í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum.
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Víkurbraut 5

2503001

Óskað er eftir breytingum innanhúss að Víkurbraut 5 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Breytingar eru samþykktar.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Króktún 12

2409016

Sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi í umfangsflokki 2 skv. meðfylgjandi hönnunargögnum unnum af Teikning.is, dags. 18.09.2024. Fyrir liggur umsögn skipulagsfulltrúa og Slökkviliði Mýrdalshrepps.
Afgreiðslu málsins var vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Í bókun nefndarinnar, dags. 14.03.2025, kemur eftirfarandi fram:
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem hagsmunir nágranna skerðist að engu.
Byggingaráform eru samþykkt.

4.Króktún 13 - Byggingarleyfi

2306011

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 296,3 m2 einbýlishúsi í Króktúni 13 skv. meðfylgjandu uppdráttum unnum af JeES arkitektar, dags. 18.06.2023.
Byggingaráform eru samþykkt.

5.Klettsvegur 14 - Stöðuleyfi fyrir vinnubúðir

2502004

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á lóðinni Klettsvegur 14 í samræmi við meðfylgjandi umsókn.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi til 12 mánaða eða frá og með 15.03.2025-14.03.2026.

Fundi slitið.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir