Fjallskilanefnd

2. fundur 12. desember 2022 kl. 16:07 - 18:52 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Karl Pálmason nefndarmaður
  • Andrína Guðrún Erlingsdóttir nefndarmaður
  • Ólafur Þorsteinn Gunnarsson nefndarmaður
  • Ragnhildur Jónsdóttir nefndarmaður
  • Jóhanna Jónsdóttir nefndarmaður
  • Árni Gunnarsson nefndarmaður
  • Lára Oddsteinsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður vék nokkrum orðum að smalamennskum haustsins og hvernig til hefði tekist áður en gengið var til dagskrá. Sérstaklega vék hann að notkun samfélagsmiðla í tengslum við smalamennskur og brýndi viðstadda að huga að því að birta ekki myndir af óhöppum eða öðru því sem gæti kastað rýrð á bændur að óþörfu. Jafnframt minntist hann á vel heppnað framtak þegar haldin var veisla í Leikskálum til að fagna smalamennskum haustsins.

1.Beiðni um niðurfellingu fjallskila frá eiganda Suður- og Norður-Foss

2209006

Tekin til umfjöllunar beiðni um niðurfellingu fjallskila frá eiganda Suður- og Norður-Foss.
Álagning fjallskila tekur mið af ákvæðum fjallskilasamþykktar Vestur-Skaftafellssýslu og laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Heimild er fyrir því að hluti fjallskilakostnaðar sé lagður á landverð jarða og 15. gr. fjallskilasamþykktar kveður á um að kostnaði sé að 60% jafnað niður í hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búpenings og að 40% á landverð jarða. Jarðirnar Suður- og Norður-Foss eiga land að Reynisfjalli þar sem lögð eru á fjallskil. Vegna þess er ekki hægt að fallast á að fjallskilin séu felld niður. Jörðunum fylgja jafnframt þau hlunnindi að geta rekið á sameiginlegan afrétt Mýrdalshrepps og þeim hlunnindum fylgja einnig þær skyldur að standa skil á fjallskilum.

2.Uppgjör fjallskila 2022

2212011

Fjallskilanefnd samþykkir uppgjör fjallskila skv. uppgjörsskjali sem kynnt var á fundinum og sent fundarmönnum í tölvupósti, með fyrirvara um innsláttarvillur.
Fjallskilanefnd samþykkir að smalamennskum að upphæð 358.408 kr. verði jafnað á Skógræktarfélag Reykjavíkur að 23,2% og Jarðeignir ríkisins að 76,8% samkvæmt fasteignamati.

Fundi slitið - kl. 18:52.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir