Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð sendir einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda Kristínar Erlu Benediktsdóttur. Ráðsmeðlimir vilja koma á framfæri þakklæti fyrir samfylgdina og framlag hennar til samfélagsmála í Mýrdalshreppi.
1.Skýrsla skólastjóra
2209009
Skólastjóri flutti skýrslu um starf Víkurskóla og kynnti sjálfssmatsskýrslu.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.
2.Skýrsla tónskólastjóra
2209014
Skólastjóri flutti skýrslu um starf tónskólans og lagði fram skóladagatal til staðfestingar.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal.
3.Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar
2211002
Lögð fyrir úttekt KPMG á starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í skipulagsbreytingar í samræmi við tillögur KPMG sem miða að því að stjórnun á íþróttamiðstöð sé færð yfir til æskulýðs- og tómstundafulltrúa til að tryggja samþættingu í æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarfi og fjármálum sveitarfélagsins. Í framhaldinu verði skoðað sérstaklega hvernig hagræða megi vaktafyrirkomulagi í því augnamiði að lengja opnunartíma og draga úr tvímönnun á tímum þar sem lítið er að gera. Enn fremur leggur ráðið til að komið verði upp betra afgreiðslukerfi fyrir sundlaug og líkamsrækt þannig að hægt væri að fylgjast betur með fjölda notenda og kannað verði með hvaða hætti mætti koma fyrir sjálfsafgreiðslulausn.
4.Skipan í ungmennaráð
2211018
Lagðar fram tilnefningar að fulltrúum í ungmennaráð.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti skipan fulltrúa í ungmennaráð.
5.Regnbogahátíðin 2023
2306012
Kynning frá æskulýðs- og tómstundafulltrúa og forstöðukonu Kötluseturs og umræður um dagskrá hátíðarinnar.
Ráðið þakkar forstöðukonu og æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna.