Umræður um starfsemi skólans og gjaldskrá næsta árs. Lögð fram til staðfestingar starfsáætlun og skólanámskrá auk endurskoðunar á reglum um dægradvöl.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið staðfestir skólanámskrá Víkurskóla og forskóla og starfsáætlun skólans fyrir yfirstandandi skólaár með fyrirvara um samþykki kennarafundar og skólaráðs. Ráðið samþykkir enn fremur fyrir sitt leyti breytingar á reglum um dægradvöl sem fela í sér að henni verði lokað á þremur af fimm starfsdögum.
Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir yfirferðina. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að æskulýðs- og tómstundafulltrúi í samráði við sveitarstjóra loki sundlaug tímabundið eftir þörfum á meðan unnið er að nauðsynlegum viðgerðum á tæknibúnaði og unnið að því að uppfylla öryggi starfsfólks og gesta.
4.Skýrsla tónskólastjóra
2209014
Umræður um starfsemi skólans og gjaldskrá næsta árs.