Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

13. fundur 13. nóvember 2023 kl. 09:00 - 12:05 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Elísabet Ásta Magnúsdóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Magnús Ragnarsson
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Fannar Guðjónsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Patricia Pacheco Áheyrnarfulltrúi
  • Ásta Alda Árnadóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Elín Einarsdóttir
  • Ólöf Lilja Steinþórsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Æsa Guðrúnardóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Hjörleifsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Harpa Elín Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Tónskólastjóri forfallaðist vegna veikinda.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri flutti skýrslu um starfsemi skólans.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.

3.Umferðaröryggi barna í Vík

2310006

Umræður um leiðir til að bæta umferðaröryggi barna í Vík með Bárði Einarssyni verkstjóra áhaldahúss.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá verkáætlun vegna snjómoksturs við gönguleiðir barna í skóla í samræmi við umræður fundarins í samráði við verkstjóra áhaldahúss og skólastjóra. Verkstjóra áhaldahúss er falið að vinna að því að gangstéttakantar við gangbrautir séu teknir niður og lagaðir og að settar verði upp slár við gangbrautir yfir þjóðveginn. Sveitarstjóra og verkstjóra áhaldahúss er falið að kortleggja vandlega málun gangstétta fyrir næsta ár þegar málunarteymi kemur til Víkur.

4.Erindi frá foreldrafélagi Víkurskóla

2311005

Lagt fram erindi frá foreldrafélaginu vegna öryggismála við skólann og skólamáltíðir.
Ráðið þakkar félaginu fyrir erindið. Ráðið felur verkstjóra áhaldahúss að setja upp skilti sem afmarkar bílastæði starfsfólks og almenningsbílastæði við Víkurskóla. Skoðað verði í framhaldinu hvort að rétt sé að loka alfarið bílastæðum sem eru næst leiksvæði skólans. Erindi foreldrafélagsins verði aftur tekið til umræðu með skólastjóra á næsta fundi ráðsins.
Ráðið tekur undir áherslur foreldrafélagsins hvað varðar næringu og heilsueflingu fyrir skólann og mælist til þess að unnið sé í samræmi við þær við matseld á Hjallatúni.

5.Skýrsla um starfsemi íþróttamiðstöðvar

2209038

Kristín Ómarsdóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi flutti skýrslu um störf sín.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti breytta opnunartíma sem miða að því að hagræða í starfsmannahaldi en bæta aðgengi að líkamsræktaraðstöðu.

6.Gjaldskrár 2024

2310015

Umræður um gjaldskrá næsta árs.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð verði endurskoðuð og geri ráð fyrir að eldri borgarar og börn búsett í sveitarfélaginu fái þjónustukort frá sveitarfélaginu í sund.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir