Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans og fjallaði um vinnu í tengslum við ytra mat leikskólans og kynnti handbók um samverustund barna sem hefur verið útbúin fyrir starfsfólk.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið felur leikskólastjóra að endurskoða vistunarreglur leikskólans í því augnamiði að skýra betur orðalag og rýna reglur um heimagreiðslur.
4.Kynning á starfsemi Félags- og skólaþjónustunnar
2401004
Svava Davíðsdóttir framkvæmdastjóri, Halldóra G. Helgadóttir teymisstjóri í skólaþjónustu og Inga Jara Jónsdóttir teymisstjóri barnaverndar og farsældarþjónustu komu á fundinn og kynntu starfsemi byggðasamlagsins.
Ráðið þakkar Svövu, Halldóru og Ingu Jöru fyrir kynninguna.
5.Skýrsla æskulýðs- og tómstundafulltrúa
2310005
Kristín Ómarsdóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi kynnti æskulýðsstarf og starfsemi íþróttamiðstöðvar auk þjónustukönnunar sem íbúum hefur verið boðið að taka þátt í.
Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir yfirferðina.