Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

16. fundur 07. mars 2024 kl. 09:00 - 12:15 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Jóhann Bragi Elínarson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
  • Elísabet Ásta Magnúsdóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Magnús Ragnarsson
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Harpa Elín Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Nichole Leigh Mosty
  • Alexandra Chernyshova
  • Kristín Ómarsdóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Lögð fram skýrsla um starfsemi tónskólans. Fjallað var um gildi skólans, deildaskiptingu og nám sem er í boði. Tónskólastjóri sagði frá fjölda nemenda eftir greinum, skipulagi tónskólans og því helsta sem hefur verið frétta af starfinu.
Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina.

2.Skýrsla skólastjóra

2209009

Lögð fram skýrsla skólastjóra og drög að skóladagatali 2024-2025. Lagt fram til kynningar samræmt skólasóknarkerfi í grunnskólum á svæði Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið óskar Víkurskóla og Kötlu jarðvangi til hamingju með að hafa hlotið Menntaverðlaun Suðurlands 2023 fyrir Víkurfjöruverkefnið.
Ráðið felur sveitarstjóra í samstarfi við áhaldahús og skólastjórnendur að vinna úrbætur á öryggi skólasvæðis í samræmi við athugasemdir sem hafa borist frá skólastjórnendum og foreldrum.
Ráðið samþykkir skóladagatal 2024-2025 og að veittur verði auka starfsdagur í október vegna fræðsluferðar starfsfólks. Ráðið mælist til þess að skólinn framkvæmi könnun meðal foreldra um það hvort haust- og vetrarfrí séu á skóladagatali þarnæsta skólaárs.

3.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Lögð fram skýrsla leikskólastjóra, endurskoðaðar vistunarreglur fyrir leikskólann, viðverustefna, tungumálastefna og upplýsingar um Tröppu.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samstarfs við Tröppu.
Ráðið samþykkir framlögð drög að reglum um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi (Vistunarreglur) með þeim breytingum að skilgreindur verði afsláttur þegar annað foreldri er í fullu námi. Jafnframt samþykkir ráðið framlögð drög að tungumálastefnu og viðverustefnu með þeirri breytingu að orlofskafli verðu endurskoðaður þannig að helstu atriði séu dregin fram en annars vísað til gildandi kjarasamninga.
Ráðið samþykkir að settur verði á fót starfshópur til þess að undirbúa skóladagatal og skipulag starfseminnar skólaárið 2024-2025. Tilnefndir eru í hópinn leikskólastjóri, fulltrúi foreldra, Þorgerður H. Gísladóttir, Þórey Richardt Úlfarsdóttir og Finnur Bárðarson úr FFMR auk sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir