Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

17. fundur 11. apríl 2024 kl. 09:00 - 11:09 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elsa Líf Bjarnadóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Nichole Leigh Mosty
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2310005 (Skýrsla æskulýðs- og tómstundafulltrúa) yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.

1.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Lögð fram skýrsla auk stefnu vegna grunnmönnunar, samstarfsáætlun leik- og grunnskóla og öryggishandsbók starfsfólks. Einnig lagðar fram til kynningar niðurstöður úr Skólapúlsi.
Ráðið þakkar Nichole fyrir yfirferðina. Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti stefnu vegna grunnmönnunar, samstarfsáætlun leik- og grunnskóla og öryggishandbók starfsfólks. Ráðið þakkar starfsfólki leikskólans fyrir vel unnin störf sem koma skýrt fram í niðurstöðum Skólapúls sem sýnir aukna ánægju foreldra með starfsemi leikskólans. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að ráðið verði inn afleysing vegna veikinda starfsfólks.

2.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Tónskólastjóri komst ekki á fundinn en sendi inn skýrslu til kynningar.
Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir skýrsluna.

3.Erindi til FFMR

2404006

Lagt fram erindi frá Dagnýju Rut Grétarsdóttur.
Ráðinu þykir miður að upplifun viðkomandi sé sú sem líst er í bréfinu en vill undirstrika að ætlun ráðsins og stjórnenda skólans er ekki sú að ásaka einstaka fyrrverandi starfsmenn um vanrækslu í starfi og ráðið telur að orðalag fundargerða og gagna gefi ekki tilefni til þeirrar túlkunar. Ráðið er engu að síður áfram um að stjórnendur skóla komi hreint fram með sína sýn á störf skólanna og að það sé vel upplýst um hver staðan sé á hverjum tíma. Leikskólastjóri hefur frá því að hún tók við starfinu unnið ötullega að því að efla faglegt starf við leikskólann eins og hefur skýrt komið fram í fundargerðum ráðsins og sýnileg ánægja er með af hálfu foreldra samkvæmt Skólapúlsi.

4.Ráðning leikskólastjóra

2305009

Lögð fram umsókn um starf leikskólastjóra.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að Erlu Jóhannsdóttur verði boðið starf leikskólastjóra.

5.Skýrsla æskulýðs- og tómstundafulltrúa

2310005

Æskulýðs- og tómstundafulltrúi komst ekki á fundinn en sendi inn skýrslu til kynningar.
Ráðið þakkar æskulýðs- og tómstundafulltrúa fyrir skýrsluna. Ráðið leggur til að opnunartími yfir sumartímann verði frá kl. 09:00 - 20:00 í samræmi við óskir íbúa um rýmri opnunartíma.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa verði auglýst aftur eftir að núverandi starfsmaður lætur af störfum, enda sé um mikilvægt starf að ræða fyrir þróun í heilsueflingu og lýðheilsu fyrir samfélagið.

Fundi slitið - kl. 11:09.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir