Lögð fram skýrsla leikskólastjóra auk starfsreglna og gagna vegna sérkennslu við leikskólann. Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri mætti á fundinn og kynnti starf leikskólans og framlögð drög að starfsreglum og tengdum gögnum vegna sérkennslu við skólann.
Ráðið þakkar Nichole fyrir kynninguna. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að starfsreglur vegna sérkennslu í leikskólanum verði samþykktar.
Lagðar fram tillögur starfshóps um skipulag leikskólastarfs í Mýrdalshreppi auk skóladagatals 2024-2025.
Ráðið þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og samantektina. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tillögur starfshópsins verði samþykktar auk leikskóladagatals.
Ráðið felur leikskólastjóra að samræma vistunarreglur leikskólans við tillögur starfshópsins og gera drög að innleiðingaráætlun. Uppfærðar vistunarreglur og lokadrög að gjaldskrá næsta skólaárs verði tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
Lögð fram skýrsla skólastjóra auk niðurstaðna úr starfsmannakönnun. Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla mætti á fundinn og fjallaði um það helsta úr starfi skólans.
Ráðið þakkar Kristínu fyrir kynninguna. Ráðið þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf og gott samstarf á starfstíma hennar hjá Mýrdalshreppi og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.