Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

18. fundur 13. maí 2024 kl. 09:00 - 11:47 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð Nefndarmaður
    Aðalmaður: Kristína Hajniková
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Nichole Leigh Mosty
  • Alexandra Chernyshova
  • Kristín Ómarsdóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Lögð fram skýrsla leikskólastjóra auk starfsreglna og gagna vegna sérkennslu við leikskólann. Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri mætti á fundinn og kynnti starf leikskólans og framlögð drög að starfsreglum og tengdum gögnum vegna sérkennslu við skólann.
Ráðið þakkar Nichole fyrir kynninguna. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að starfsreglur vegna sérkennslu í leikskólanum verði samþykktar.

2.Tillögur starfshóps um leikskólastarf

2405007

Lagðar fram tillögur starfshóps um skipulag leikskólastarfs í Mýrdalshreppi auk skóladagatals 2024-2025.
Ráðið þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og samantektina. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tillögur starfshópsins verði samþykktar auk leikskóladagatals.
Ráðið felur leikskólastjóra að samræma vistunarreglur leikskólans við tillögur starfshópsins og gera drög að innleiðingaráætlun. Uppfærðar vistunarreglur og lokadrög að gjaldskrá næsta skólaárs verði tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.

3.Skýrsla skólastjóra

2209009

Lögð fram skýrsla skólastjóra auk niðurstaðna úr starfsmannakönnun. Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla mætti á fundinn og fjallaði um það helsta úr starfi skólans.
Ráðið þakkar Elínu fyrir kynninguna.

4.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri mætti á fundinn og kynnti starf tónskólans og fjallaði um og kynnti Tónvisku, kerfi tónskólans.
Ráðið þakkar Alexöndru fyrir kynninguna.

5.Skýrsla æskulýðs- og tómstundafulltrúa

2310005

Ráðið þakkar Kristínu fyrir kynninguna. Ráðið þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf og gott samstarf á starfstíma hennar hjá Mýrdalshreppi og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

6.Æskulýðs- og tómstundafulltrúi

2211003

Lögð fram drög að starfsauglýsingu.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði starf lýðheilsufulltrúa á grundvelli framlagðrar auglýsingar.

Fundi slitið - kl. 11:47.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir