Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

19. fundur 05. júní 2024 kl. 09:00 - 11:43 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Kristína Hajniková
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Fannar Guðjónsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Nichole Leigh Mosty
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Erindi frá foreldrum leikskólabarna

2406001

Lagt fram erindi frá foreldrum barna við leikskólann Mánaland.
Ráðið þakkar fyrir erindið og sýnir því fullan skilning að stytting vistunartíma geti komið misjafnlega við foreldra og fjölskyldur.
Markmið breytinganna er að búa nemendum og starfsfólki leikskólans betra náms- og starfsumhverfi og er liður í því að reyna að laða í auknum mæli fagfólk til starfa sem hefur á síðustu árum fært sig yfir í grunnskólana eftir að breytingar voru gerðar á leyfisbréfum kennara.
Ráðið telur rétt að taka fram að skv. samanburði á gjaldskrám sveitarfélaga fyrir leikskólaþjónustu þá eru þau ekki óeðlilega há í Mýrdalshreppi. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir skólaárið 2024-2025 munu þau lækka enn frekar.
Ráðið vonast eftir góðu samstarfi foreldra og leikskóla um þær breytingar sem verða kynntar betur á fundi með foreldrum í júní.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Lögð fram skýrsla leikskólastjóra og starfsáætlun auk innleiðingaráætlunar vegna breytts skipulags leikskólastarfs 2024-2025 og bráðabirgðaákvæði við reglur um leikskólaþjónustu. Einnig lögð fram drög að reglum um styrki til nema í leikskólakennarafræðum.
Ráðið þakkar Nichole fyrir yfirferðina.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að staðfest verði innleiðingaráætlun, bráðabirgðaákvæði um reglur um leikskólaþjónustu og reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum. Til að koma til móts við sjónarmið foreldra í erindi þeirra til ráðsins leggur ráðið til að hámarksvistun á viku verði 36 klst í stað 35. Jafnframt er lagt til að ekki verði innheimt vistunargjöld á lokunardögum leikskóla vegna vinnustyttingar og undirbúningsdaga starfsfólks. Ráðið felur leikskólastjóra að færa inn ákvæði um að breytingar á vistunartíma á vorönn skuli tilkynna fyrir 15. desember.
Ráðið leggur til að auglýst verði eftir starfsmanni til að annars daglega þjálfun og stuðning í samræmi við skýrslu leikskólastjóra.

Ráðið þakkar Nichole fyrir afar gott og farsælt samstarf á starfstíma hennar hjá Mýrdalshreppi og óskar henni velfarnaðar til framtíðar.

3.Gjaldskrár 2024

2310015

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir leikskóla
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá leikskóla fyrir skólaárið 2024-2025 verði samþykkt.

4.Ráðning lýðheilsufulltrúa

2406000

Lagðar fram til kynningar umsóknir sem bárust um starf lýðheilsufulltrúa.

5.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Lögð fram skýrsla tónskólastjóra og drög að skóladagatali tónskólans fyrir námsárið 2024-2025.
Ráðið þakkar Alexöndru fyrir skýrsluna. Ráðið óskar eftir frekari greinargerð tónskólastjóra fyrir vali á starfsdögum og hvort að hægt væri að samræma þá betur við starfsdaga leik- og grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 11:43.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir