Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

20. fundur 15. ágúst 2024 kl. 09:00 - 11:12 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Þórey Richardt Úlfarsdóttir
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Erla Jóhannsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Harpa Elín Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri mætti á fundinn og fjallaði um málefni leikskólans.
Ráðið þakkar fyrir yfirferðina og býður Erlu Jóhannsdóttur og fjölskyldu hennar velkomna til Víkur og hlakkar til samstarfsins. Ráðið óskar starfsfólki, börnum og foreldrum til hamingju með að starfsemin sé nú flutt í nýtt húsnæði á Ránarbraut 17 og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við flutninginn.

2.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri mætti á fundinn og fjallaði um málefni leikskólans.
Ráðið þakkar Alexöndru fyrir yfirferðina.

3.Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar

2211002

Sveitarstjóri fjallaði um málefni íþróttamiðstöðvarinnar og fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi og mönnun.

Lýðheilsufulltrúi mun koma til starfa í byrjun september auk þess sem vaktstjóri við íþróttamiðstöðina hefur störf á sama tíma. Stefnt er að því að opnun verði frá kl. 08 - 21 frá og með byrjun september.

4.Regnbogahátíðin 2024

2407002

Harpa E. Haraldsdóttir forstöðukona Kötluseturs kom á fundinn og ræddi um skipulagningu og utanumhald Regnbogans 2024.
Ráðið þakkar Hörpu fyrir yfirferðina og leggur til að henni verði falin verkefnisstjórn hátíðarinnar í samstarfi við Tónræktina ehf. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur vegna kostnaðar við verkefnisstjórn hátíðarinnar.

Fundi slitið - kl. 11:12.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir