Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

22. fundur 14. október 2024 kl. 09:00 - 10:40 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Elín Einarsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Erla Jóhannsdóttir
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorgerður Hlín Gísladóttir formaður
Dagskrá

1.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova kom á fundinn og flutti skýrslu um starf skólans.
Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina og færir henni þakkir fyrir frumkvæði hennar og framlag til fyrstu tónleikaraðar tónskólans, Sunnlenskur tónblær.

2.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri kom á fundinn og flutti skýrslu um starfsemi skólans. Lögð voru fram til samþykktar skólanámskrá og starfsáætlun Víkurskóla, með fyrirvara um samþykki skólaráðs og umfjöllun á kennarafundi.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti skólanámskrá og uppfærða starfsáætlun Víkurskóla.

3.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri kom á fundinn og flutti skýrslu um starfsemi skólans.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina og tekur undir nauðsyn þess að gengið verði hratt frá leikskólalóðinni og því sem eftir er innanhúss.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir