Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla flutti skýrslu af starfi skólans.
Skólastjóri óskaði bókaðar þakkir til ráðsins og sveitarstjórnar fyrir að hafa heimilað skipulag skólastarfs þannig að starfsfólki skólans gæfist kostur á að fara í námsferð erlendis sem heppnaðist mjög vel.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að miðað sé við almenna 3,5% hækkun gjalda fyrir næsta ár. Ráðið leggur til að árskort fyrir sund verði lækkað í 30.000 kr. og árskort fyrir bæði heilsurækt og sund verði hækkað í 40.000 og gjaldi fyrir hjónakort breytt í samræmi við það. Jafnframt verði sett inn sér gjald fyrir ferðaskrifstofur í gjaldskrá Leikskála.