Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

23. fundur 07. nóvember 2024 kl. 09:00 - 10:30 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Fannar Guðjónsson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Brynjar Ögmundsson Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla flutti skýrslu af starfi skólans.

Skólastjóri óskaði bókaðar þakkir til ráðsins og sveitarstjórnar fyrir að hafa heimilað skipulag skólastarfs þannig að starfsfólki skólans gæfist kostur á að fara í námsferð erlendis sem heppnaðist mjög vel.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Leikskólastjóri forfallaðist.

3.Skýrsla lýðheilsufulltrúa

2409006

Lýðheilsufulltrúi forfallaðist.

4.Álagning gjalda 2025

2411001

Kynnt drög að gjaldskrám 2025.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að miðað sé við almenna 3,5% hækkun gjalda fyrir næsta ár. Ráðið leggur til að árskort fyrir sund verði lækkað í 30.000 kr. og árskort fyrir bæði heilsurækt og sund verði hækkað í 40.000 og gjaldi fyrir hjónakort breytt í samræmi við það. Jafnframt verði sett inn sér gjald fyrir ferðaskrifstofur í gjaldskrá Leikskála.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir