Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

24. fundur 05. desember 2024 kl. 09:00 - 12:08 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Jóhann Bragi Elínarson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Brynjar Ögmundsson Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla flutti skýrslu um starf skólans og kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og gott samstarf á árinu sem er að líða. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tryggt verði fjármagn í námskeiða- og fyrirlestrahald til þess að efla samstarf skólasamfélagsins; nemenda, starfsfólks og foreldra, í því augnamiði að auka vellíðan barna í skóla.

2.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri flutti skýrslu um starfsemi skólans.
Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina og gott samstarf á árinu sem er að líða.

3.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri forfallaðist. Sveitarstjóri fór lauslega yfir stöðu mála.
Ráðið þakkar fyrir framlagða skýrslu og samstarfið við leikskólastjóra á árinu sem er að líða.

4.Skýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa

2409006

Sunna Wiium íþrótta- og tómstundafulltrúi flutti skýrslu um stöðu félagsmiðstöðvar og reksturs íþróttamannvirkja.
Ráðið þakkar Sunnu fyrir yfirferðina og samstarfið á árinu sem er að líða.

Fundi slitið - kl. 12:08.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir