Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla flutti skýrslu um starf skólans og kynnti niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og gott samstarf á árinu sem er að líða. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tryggt verði fjármagn í námskeiða- og fyrirlestrahald til þess að efla samstarf skólasamfélagsins; nemenda, starfsfólks og foreldra, í því augnamiði að auka vellíðan barna í skóla.