Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

25. fundur 13. febrúar 2025 kl. 09:00 - 11:55 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Kristína Hajniková Nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Sunna Wiium Gísladóttir
  • Elín Einarsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Erla Jóhannsdóttir
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri flutti skýrslu um starfsemi skólans.
Ráðið þakkar Alexöndru fyrir yfirferðina.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Erla Jóhannsdóttir flutti skýrslu um starfsemi leikskólans. Kynntar breytingar á dagsetningu foreldraviðtala, fyrirkomulag starfsmannasamtala auk breytinga á starfsmannahóp skólans.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.
Fylgiskjöl:

3.Skýrsla íþrótta- og tómstundafulltrúa

2409006

Sunna Wiium íþrótta- og tómstundafulltrúi flutti skýrslu um starfsemi íþróttamiðstöðvar og annarra verkefna.
Ráðið þakkar Sunnu fyrir yfirferðina.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að vaktstjóra íþróttamiðstöðvar verði greidd yfirvinna fyrir vinnu utan vinnutíma skv. tímaskýrslu. Sveitarstjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

4.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

2501001

Endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar.
Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá verði breytt á þann veg að verði á leigu á íþróttasal verði breytt og verði 4.500 kr.

5.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri flutti skýrslu um starfsemi skólans.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.

6.Inngildingarstefna - Inclusion policy

2401009

Drög að inngildingar- og málstefnu lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:55.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir