Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

26. fundur 10. apríl 2025 kl. 09:00 - 11:30 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir Formaður
  • Björn Þór Ólafsson Nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson Nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Kristína Hajniková
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir Nefndarmaður
  • Jóhann Bragi Elínarson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jóhann Fannar Guðjónsson
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Alexandra Chernyshova
  • Erla Jóhannsdóttir
  • Þuríður Lilja Valtýsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Brynjar Ögmundsson Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla skólastjóra

2209009

Elín Einarsdóttir skólastjóri fór yfir starf Víkurskóla, kynnti niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins og lagði fram drög að skóladagatali.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Víkurskóla 2025-2026.

2.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri fór yfir skólastarf Mánalands og kynnti niðurstöður foreldrapúls Skólapúlsins. Lögð voru fram drög að skóladagatali og breytingatillögum við reglur um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir skýrsluna og óskar starfsfólki Mánalands til hamingju með miklar framfarir í skólastarfi Mánalands eins og niðurstöður Skólapúlsins gefa skýrt til kynna.
Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Mánalands 2025-2026. Ráðið felur leikskólastjóra að kanna áhuga foreldra og viðhorf starfsfólks fyrir því að boðið verði upp á skráningardaga og/eða að auglýst verði daggæsluúrræði á lokunardögum leikskólans. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi.

3.Skýrsla tónskólastjóra

2209014

Alexandra Chernyshova tónskólastjóri fór yfir skólastarf tónskólans.
Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.

4.Verkefnastjóri íslensku og inngildingar

2504001

Halldóra Kristín Pétursdóttir nýráðin verkefnastjóri íslensku og inngildingar mætti á fundinn og kynnti sig.
Ráðið býður Halldóru velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir