Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri fór yfir skólastarf Mánalands og kynnti niðurstöður foreldrapúls Skólapúlsins. Lögð voru fram drög að skóladagatali og breytingatillögum við reglur um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi.
Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir skýrsluna og óskar starfsfólki Mánalands til hamingju með miklar framfarir í skólastarfi Mánalands eins og niðurstöður Skólapúlsins gefa skýrt til kynna.
Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Mánalands 2025-2026. Ráðið felur leikskólastjóra að kanna áhuga foreldra og viðhorf starfsfólks fyrir því að boðið verði upp á skráningardaga og/eða að auglýst verði daggæsluúrræði á lokunardögum leikskólans. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi.