Skólastjóri kynnti starf skólans og skólanámskrá og starfsáætlun næsta skólaárs.
FFMR þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. FFMR staðfestir jafnframt skólanámskrá og starfsáætlun Víkurskóla 2022-2023. Sveitarstjóra er jafnframt falið að skoða mögulegar útfærslur til þess að bæta öryggi á skólalóðinni í samræmi við umræður á fundinum.
3.Ákvörðun um fjölda barna og starfsfólks á Mánalandi
2209015
Tekin fyrir tillaga um fjölda barna og starfsfólks við leikskólann.
FFMR samþykkir tillöguna og felur leikskólastjóra í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra að gera drög að tímalínu fyrir inntöku barna af biðlista
Tekið fyrir erindi frá UMF Kötlu um ástand íþróttamannvirkja.
FFMR þakkar ungmennafélaginu Kötlu fyrir samantektina og mælist til þess að hún verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs með það að augnamiði að hægt verði að hefja endurbætur. Sveitarstjóra er jafnframt falið að sjá til þess að unnin verði viðhaldsáætlun í samráði við forstöðumann íþróttahúss og verkstjóra áhaldahúss.
Tekin fyrir drög að stefnu um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi (EKKO).
FFMR samþykkir stefnuna og felur sveitarstjóra að kynna hana fyrir stjórnendum. Í framhaldinu er mælst til þess að stjórnendur kynni hana fyrir starfsfólki stofnana sveitarfélagsins.
FFMR samþykkir hækkun á heimgreiðslum til foreldra með börn á biðlista á leikskóla. FFMR gerir ekki athugasemd við 5% almenna hækkun á gjaldskrám en leggur til að stök gjöld í sund og líkamsrækt séu hækkuð til samræmis við það sem almennt gerist annars staðar.
FFMR staðfestir jafnframt skólanámskrá og starfsáætlun Víkurskóla 2022-2023.
Sveitarstjóra er jafnframt falið að skoða mögulegar útfærslur til þess að bæta öryggi á skólalóðinni í samræmi við umræður á fundinum.