Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

3. fundur 10. nóvember 2022 kl. 09:00 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir formaður
  • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson nefndarmaður
  • Kristína Hajniková nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar

2211002

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar hefur kynningu á starfseminni fyrir FFMR.
FFMR þakkar forstöðumanni fyrir kynninguna.

2.Dagskrá aðventu 2022

2211004

Forstöðukona Kötluseturs kynnir dagskrá aðventunnar 2022.
FFMR þakkar forstöðukonu fyrir kynninguna og felur sveitarstjóra að vera til samráðs um áframhald skipulags aðventudagskrár.

3.Æskulýðs- og tómstundafulltrúi

2211003

Tekin til umfjöllunar tillaga um að auglýst verði í starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
FFMR samþykkir tillöguna.

4.Erindisbréf ungmennaráðs

2210022

Lögð fram drög að erindisbréfi ungmennaráðs.
FFMR samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Erindisbréf öldungaráðs

2210023

Lögð fram drög að erindisbréfi öldungaráðs.
FFMR samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir