Tekið til umfjöllunar erindi frá foreldrum barna í árgangnum 2018.
FFMR tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra og formanni ráðsins frekara samráð við skólastjórnendur við útfærslu erindisins.
3.Skýrsla leikskólastjóra
2209013
Leikskólastjóri flytur skýrslu um starf leikskólans. Lögð fram til staðfestingar starfsáætlun Mánalands 2022-2023.
FFMR þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið tekur vel í þá hugmynd að foreldrum verði boðinn afsláttur af leikskólagjöldum, kjósi þeir að hafa börn heima milli jóla og nýárs og felur leikskólastjóra frekari útfærslu. Ráðið telur rétt að ráðstafanir sem þessar verði framvegis ávarpaðar sérstaklega í nýrri menntastefnu sem unnin verður fyrir Mýrdalshrepp. FFMR staðfestir starfsáætlun Mánalands 2022 - 2023.
Sveitarstjóri kynnir fjárhagsáætlun 2023-2026 eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn.
FFMR þakkar sveitarstjóra fyrir yfirferðina. ÞRÚ óskar bókað: Mælst er til þess að við skipulag viðhaldsframkvæmda næsta árs verði sérstaklega horft til þess að gert verði við gangstéttakanta þar sem þörf er á, t.a.m. þar sem ekki er lækkun við gangbrautar.