Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

6. fundur 09. mars 2023 kl. 09:07 - 11:42 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir formaður
  • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
  • Elísabet Ásta Magnúsdóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Kristín Erla Benediktsdóttir
  • Magnús Ragnarsson nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson nefndarmaður
  • Kristína Hajniková nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
  • Elín Einarsdóttir
  • Bergný Ösp Sigurðardóttir
  • Harpa Elín Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Æsa Guðrúnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sabina Victoria Reinholdsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ómarsdóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla leikskólastjóra

2209013

Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir kynninguna.

2.Skýrsla skólastjóra

2209009

Ráðið þakkar skólastjóra fyrir kynninguna.

3.Kynning á Erasmus verkefni

2303003

Sabina Victoria Reinholdsdóttir kynnti Erasmus verkefni Víkurskóla árin 2023-2027.
Ráðið þakkar Victoriu fyrir kynninguna.

4.Endurskoðun menntastefnu Mýrdalshrepps

2112010

Tekið fyrir erindisbréf og skipan í stýrihóp verkefnisins.
Ráðið leggur til að óskað verði eftir tilnefningu fulltrúa frá foreldrafélagi Víkurskóla í stýrihópinn. Erindisbréfið er að öðru leyti samþykkt og samþykkt að eftirtaldir taki sæti í stýrihópnum:
- Þorgerður Hlín Gísladóttir, formaður FFMR
- Þórey Richardt Úlfarsdóttir, varaformaður FFMR
- Björn Þór Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar
- Elín Einarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla
- Bergný Ösp Sigurðardóttir, leikskólastjóri Mánalands
- Kristín Ómarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi
- Fulltrúi foreldrafélagsins

5.Kynning æskulýðs- og tómstundafulltrúa

2302031

Kristín Ómarsdóttir kynnti yfirstandandi vinnu og framtíðarsýn í starfi æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
Ráðið þakkar Kristínu fyrir kynninguna.

6.Vor í Vík 2023

2303001

Harpa Elín Haraldsdóttir forstöðukona Kötluseturs kynnti undirbúningsvinnu vegna Vor í Vík 2024.
Ráðið þakkar Hörpu Elínu fyrir kynninguna.

7.Leikskálar - Ytra byrði

2302026

Ráðið felur sveitarstjóra að fá aðra tillögu til viðbótar með bláum lit og að gluggar verði áfram hvítir í öllum útfærslum. Í framhaldinu er sveitarstjóra falið að efna til íbúakönnunar um litaval fyrir Leikskála. Ráðið leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir listaverki á húsinu í framhaldi þess að það er málað.

Fundi slitið - kl. 11:42.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir