Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð

7. fundur 14. apríl 2023 kl. 09:00 - 10:08 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir formaður
  • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
  • Kristín Erla Benediktsdóttir nefndarmaður
  • Magnús Ragnarsson nefndarmaður
  • Finnur Bárðarson nefndarmaður
  • Kristína Hajniková nefndarmaður
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri
  • Kristín Ómarsdóttir
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun fyrir félagsmiðstöðina OZ

2304001

Æskulýðs- og tómstundafulltrúi kynnti drög að stefnu næsta starfsárs.
Ráðið samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Heilsueflandi samfélag

2102019

Skipað í stýrihóp um heilsueflandi samfélag.
Ráðið samþykkir að Kristín Ómarsdóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi, Sunna Wiium Gísladóttir, Ívar Páll Bjartmarsson, Helga Þorbergsdóttir og Svanhvít Sveinsdóttir skipi stýrihóp um heilsueflandi samfélag. Stefnt skal að því að skipaður verði fulltrúi ungmennaráðs í stýrihópinn haustið 2023.

3.Mýrdalshlaupið

2201024

Drög að samstarfssamning og styrkbeiðni.
Ráðið leggur til að sveitarfélagið samþykki styrkbeiðnina og að gengið verði frá samstarfssamningi.

4.Trúnaðarmál

2303010

Afgreiðsla máls færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 10:08.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir