2104008
Skólastjóri Víkurskóla fer yfir málefni skólans og kynnir drög að skóladagatali 2021-2022 og Skólapúlsinn, foreldrakönnun. Skólastjóri óskar eftir því að dægradvölin verði lokuð á starfsdögum til þess að allir starfsmenn skólans geti tekið þátt í þeirri vinnu sem fer fram á þessum dögum. Í máli skólastjóra kom líka fram að lítil aðsókn sé að dægradvölinni á starfsdögum.