Dagny Rut Gretarsdóttir leikskólastjóri of Edit Ujhelyi, fulltrúi starfsmanna leikskóla koma inná fundinn.
1.Skýrsla leikskólastjóra í mars 2021.
2103012
Leikskskólastjóri fer yfir mál leikskólans frá síðsta fundi.
Í máli leikskólastjóra kom fram að starfsmannamál hafa verið óvenju stöðug undanfarin misseri og að í dag eru 27 börn í leikskólanum og tvö börn á biðlista. Auglýst hefur verið eftir starfsmanni í 80% starf. Horfið hefur verið frá fyrri ákvörðun um vinnustyttingu og nú taka starfsmenn bara 13 mín. ekki er búið að ákveða hvernig starfsmenn munu taka út þetta frí. Leikskólastjóri vill vekja athygli á því að ekki hefur komið til neinna lokana vegna Covid 19 það sem af er, hvorki í leik- grunn eða tónskóla. Eins vakti hún athygli á því að leikskólinn ásamt öllu skólastiginu fékk Orðsporið, viðurkenning fyrir frammúrskarandi starf á Covid tímum.
Dagny Rut Grétarsdóttir og Edit Ujhelyi, víkja af fundi.
2.Bygging nýs leikskóla, kynning á þarfagreiningu.
2012011
Þarfagreingin sem unnin var af RR ráðgjöf ehf. fyrirhugaðrar byggingar nýs leikskóla í Vík lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd fagnar byggingu nýs leikskóla í Mýrdalshreppi.
3.Fundargerð 4. fundar landshlutateymis um samþætta þjónustu við fötluð börn.