Fræðslunefnd Mýrdalshrepps

262. fundur 09. nóvember 2021 kl. 16:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Anna Huld Óskarsdóttir formaður
  • Salóme Þóra Valdimarsdóttir nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Beata Rutkowska nefndarmaður
    Aðalmaður: Þorbjörg Kristjánsdóttir
  • Karl Pálmason nefndarmaður
Starfsmenn
  • Ásta Alda Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorgerður H. Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
16:00 Elín Einarsdóttir skólastjóri og Kolbrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara koma inná fundinn.

1.Skýrsla skólastjóra

2106033

Skólastjóri fer yfir málefni grunnskólans og leggur fram til samþykktar starfsáætlun og skólanámsskrá Víkurskóla.
Þetta kom m.a. fram í máli skólastjóra:
Víkurskóli er tekur á móti samstarfshópi 22.nóvember 2021 í Erasmus verkefninu og fjórir nemendur fara úr Víkurskóla til Þýskalands í desember.

Áætlaðar eru ferðir til Gran kanarí í janúar og Finnlands í febrúar 2022 í tengslum við Erasmus verkefnið.

Undirbúningur jóladagskrár Víkurskóla er í fullum undirbúningi.

Víkurskóli og leikskólinn Mánaland eru í samstarfi fram að jólum í móðurmálskennslu en elstu þrír árgangarnir fá tvær kennslustundir á viku.

Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlun og skólanámskrá grunnskólans.
Elín Einarsdóttir og Kolbrún Hjörleifsdóttir yfirgefa fundinn.
16:40 Bergný Ösp Sigurðardóttir skólastjóri leikskólans kemur inná fundinn.

2.Skýrsla leikskólastjóra.

2106034

Leikskólastjóri fer yfir málefni leikskólans.
Þetta kom m.a. fram í máli skólastjóra:
Þrír nýjir starfsmenn byrjuðu á leikskólanum í fullu starfi í haust, þar af einn með leyfisbréf í kennarafræðum.

Samvinnuverkefni er í gangi með Víkurskóla en þá eru elstu 3 árgangarnir í Lubbastund. Lubbi vinnur með málörvun.

Níu börn eru á biðlista, 26 börn eru á leikskólanum.

Úttekt á aðalskoðun á vegum BSI á leiksvæði leikskólans fór fram og kom vel út.

Heilbrigðiseftirlitið kom og tók út leikskólann.
Bergný Ösp Sigurðardóttir yfirgefur fundinn.

3.Skýrsla Tónskólastjóra

2106035

Skólastjóri Tónskólans boðar forföll.

Fundi slitið.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir