Rekstarnefnd Hjallatúns

186. fundur 25. febrúar 2021 kl. 17:00 - 18:15 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson, oddviti nefndarmaður
    Aðalmaður: Áslaug Einarsdóttir
  • Hafdís Eggertsdóttir nefndarmaður
  • Sigurður Magnússon nefndarmaður
  • Sigurjón Eyjólfsson nefndarmaður
  • Þorbjörg Gísladóttir formaður
Starfsmenn
  • Guðrún Berglind Jóhannesdóttir
  • Þórunn Edda Sveinsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vistunar og starfsmannamál

2102025

Staða á starfsmanna og vistunarmálum.
Hjúkrunarforstjóri fór yfir stöðuna á vistunarmálum og starfsmannamálum. Einnig kynnti hún fyrirkomulag og breytingar vegna fyrirhugaðrar vinnustyttingar. Rekstrarnefnd þakkar starfsfólki Hjallatúns fyrir óeigingjarnt starf á s.l. ári við þær erfiðu aðstæður sem faraldurinn skóp.

2.Umsókn í framkvæmdasjóð

2102026

Tillaga að umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á bað- og snyrtiaðstöðu á Hjallatúni.
Hjúkrunarforstjóri kynnir tillögur að endurbótum á baðherbergi og hugmynd um að flytja snyrtiaðstöðu í búningsaðstöðu starfmanna og flytja þá aðstöðu annað. Ákveðið að sækja um styrk til framkvæmdasjóðsins til framkvæmdanna.

3.Fjárhagsáætlun Hjallatúns 2021

2102024

Fjárhagsáætlun Hjallatúns lögð 2021 fram.

4.Rekstur Hjallatúns

2102028

Formaður kynnti erfiða rekstrarstöðu heimilisins og ítrekaði að eigi reksturinn að geta gengið, verði framlag ríkisins að vera í samræmi við verðlag og rekstrarkostnað smærri heimila. Einnig kom fram að Hjalltún fékk í byrjun árs 2021, endurgreiddan launakostnað sem féll til vegna Covid 19, tæplega 9,5 milljónir.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir