14. fundur
13. október 2023 kl. 09:00 - 11:00 Leikskálum
Nefndarmenn
Drífa BjarnadóttirNefndarmaður
Magnús Örn SigurjónssonFormaður
Þuríður Lilja ValtýsdóttirNefndarmaður
Óðinn GíslasonNefndarmaður
Pálmi KristjánssonNefndarmaður
Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
Salóme Svandís ÞórhildardóttirNefndarmaður
Starfsmenn
George FrumuseluSkipulagsfulltrúi
Einar Freyr ElínarsonSveitarstjóri
Fundargerð ritaði:George FrumuseluSkipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Lagt var til að mál 2310013 Veðurstöð í Vík yrði tekið á dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.
1.BR ASK VÞ6
2310010
Lögð er fram til samþykktar lýsing á breytingu aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir svæði VÞ6 - tjaldsvæði í Vík.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021. Ráðið mælist til þess að 7.000 m2 svæði austan megin í VÞ6 þar sem gert var ráð fyrir verslun og þjónustu verði skilgreint sem samfélagsþjónustulóð.
Salóme Svandís Þórhidardóttir sækir um leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu við Hvammbóli, svæði sem er skilgreint VÞ24 - verslun og þjónusta í Aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
SSÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið.
Páll Tómasson f.h. Bergrún ehf. leggur fram drög að mannvirki við Sléttuveg 1.
Skipulags- og umhverfisráðið heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi, þar sem um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Umræður með fulltrúum Umhverfisstofnunar. Inga Dóra frá Umhverfisstofnun kynnti fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum í Dyrhólaey. Ágúst Valfells fulltrúi annarra landeigenda Dyrhólaeyjar sat líka fundinn.
8.Samstarf um leiguíbúðir
2309010
Umræður um áframhaldandi samstarf við HMS.
Lagt fram til kynningar.
9.Brekkur - Dyrhólaós - Umsókn um stofnun lóðar
2302002
Lagt fram erindi frá Ríkiseignum.
Ráðið gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar eða fyrirhuguð landskipti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
Samþykkt samhljóða.