Lögð er fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Breytingin snýr að landnotkunarbreytingu fyrir svæði ÍB7, VÞ6 og S6.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
Sverrir Bollason f.h. Skógræktarfélags Reykjavíkur sækir um leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu í Fellsmörk, svæði sem markast af Felli og Keldulandi.
Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að unnið verði skipulag fyrir svæðið.
Guðrún Árnadóttir sækir um leyfi til að hækka hámarks byggingarmagn á lóðinni L163149 Bakkabraut 7, frá 180 m² allt að 220 m². Fyrirhuguð stækkun hefur engin áhrif á nágranna, þar sem í þessu tilfelli verður einungis bætt við aukarými í kjallara.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7.Göngustígur frá kirkju að kirkjugarði
2312009
Lagðar fram tillögur að göngustíg frá kirkju áð kirkjugarði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin frekari útfærsla á málinu í samræmi við umræður fundarins.
8.Stöðuleyfi - Guðlaugsblettur
2401006
Sara Ósk Rúnarsdóttir og Daniel Janos Balogh sækja um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Víkurbraut (Guðlaugsblettur), í samræmi við framlögð gögn.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er fyrir hendi skipulagt svæði fyrir matarvagna á Guðlaugsbletti. Ráðið hefur áður heimilað fyrir sitt leyti stöðuleyfi þar sem umsækjendur hafa í samstarfi við aðra lóðarhafa getað sýnt fram á nauðsynlega aðstöðu fyrir starfsemina.
9.Efnistaka á Mýrdalssandi
2108004
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku í Höfðafjöru.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda inn umsögn við málið sem tekur mið af fyrri umsögn sveitarfélagsins um matsáætlun sem var send Skipulagsstofnun 15. febrúar 2023, en ekki hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem þar komu fram.